Tveir Namibíuhákarlanna ákærðir fyrir símasmygl

James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarmaður Fischor í Namibíu.
James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarmaður Fischor í Namibíu. Ljósmynd/Seaflower

Pius Mwatelu­lo og James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður Fischor í Namib­íu, hafa verið ákærðir fyr­ir að smygla farsím­um og snjallúr­um í fang­elsi í Wind­hoek, höfuðborg Namib­íu. Þetta kem­ur fram á vef Nami­bi­an, en RÚV grein­ir frá mál­inu fyrst ís­lenskra miðla. Málið verður tekið fyr­ir 14. maí.

Mwatelu­lo og Hatuikulipi eru í hópi sex­menn­ing­anna sem hafa verið ákærðir í Namib­íu fyr­ir spill­ingu og að leggja á ráðin um spill­ingu, en þeir voru hand­tekn­ir eft­ir um­fjöll­un um Sam­herja­skjöl­in og hafa þeir setið í varðhaldi frá því í des­em­ber.

Þeim er gefið að sök að hafa á ár­un­um 2014 til 2019 þegið 103 millj­ón­ir namib­ískra doll­ara í mút­ur frá fyr­ir­tækj­un­um Mermaria Sea­food og Esju, sem áttu að tryggja fyr­ir­tækj­un­um, sem bæði eru í ís­lenskri eigu, áfram­hald­andi fisk­veiðikvóta. Rétt­ar­höld í því máli hefjast 23. apríl.

mbl.is