Trommarinn slær taktinn fyrir þjóðina

Ingólfur Sigurðsson lifir sig inn í tónlistina og kann sitt …
Ingólfur Sigurðsson lifir sig inn í tónlistina og kann sitt fag. Ljósmynd/Mummi Lú

Þríeykið og síðan Helgi Björns, Vil­borg Hall­dórs­dótt­ir, eig­in­kona hans, og Reiðmenn vind­anna ásamt gest­um hafa komið lands­mönn­um í gegn­um kór­ónu­veiruna und­an­farn­ar vik­ur. Í síðar­nefnda hópn­um er tromm­ar­inn Ingólf­ur Sig­urðsson og segja má að hann hafi slegið takt­inn fyr­ir þjóðina með inn­lif­un sinni og út­geisl­un á tón­leik­un­um Heima með Helga Björns, sem hafa verið í beinni út­send­ingu Sjón­varps Sím­ans þrjú laug­ar­dags­kvöld í röð og verða í fjórða sinn í kvöld: Heima með Helga um pásk­ana.

„Hug­mynd Helga hef­ur al­farið gengið upp, tón­leik­arn­ir hafa tek­ist ótrú­lega vel og viðbrögðin hafa verið eft­ir því,“ seg­ir Ingólf­ur. Hann hef­ur verið mjög „lif­andi“ í út­send­ing­un­um og seg­ir tján­ing­una fylgja hljóm­fall­inu. „Ég er stöðugt að radda og það tek­ur í að syngja út í eitt án þess að hreyf­ing­arn­ar fylgi með.“

Byrjaði að tromma 13 ára

Þegar Ingólf­ur var 13 ára var hann bú­inn að safna fyr­ir tromm­u­setti með því að bera út dag­blöð og hann byrjaði að æfa sig úti í bíl­skúr vorið 1983. „Fyrsta „al­vöru“ hljóm­sveit mín var Rauðir flet­ir og við gáf­um út tvær plöt­ur 1986 og 1987,“ rifjar hann upp. Bæt­ir við að þá hafi Helgi Björns heyrt sig spila og boðið sér á æf­ingu með Síðan skein sól. „All­ir voru bún­ir að stilla sér upp og það var hræðilegt fyr­ir mig, 17 ára strák blaut­an á bak við eyr­un, að koma og setj­ast við tromm­urn­ar, en við smull­um strax sam­an og þarna varð til lagið „Einn plús“ sem kom út á fyrst plötu SS­Sól.“

Eft­ir um fjög­ur góð ár í band­inu gekk Ingólf­ur til liðs við æsku­fé­laga í hljóm­sveit­inni Orgil. Hann kom líka við í Plá­hnet­um, þar sem Stefán Hilm­ars­son var á meðal liðsmanna, og hef­ur verið í Greif­un­um frá 1997. 2017 voru haldn­ir vel heppnaðir tón­leik­ar í til­efni þess að hljóm­sveit­in SS­Sól hafði verið stofnuð 30 árum áður. „Gamla bandið var í for­grunn­in­um, ég gekk aft­ur til liðs við Helga og hef spilað með hon­um und­an­far­in þrjú ár,“ seg­ir Ingólf­ur og er greini­lega ánægður með gang mála.

Ingólfur, Stefán Magnússon og yfirmeistarinn Helgi Björns.
Ingólf­ur, Stefán Magnús­son og yf­ir­meist­ar­inn Helgi Björns. Ljós­mynd/​Mummi Lú

Tón­list­ar­menn þurfa að vera í góðu lík­am­legu ástandi og Ingólf­ur hef­ur haldið sér við með því að hlaupa með hund­ana sína tvo. „Ég var líka dag­hlaup­ari hjá Frétta­blaðinu í tólf ár, en hætti því 2018,“ seg­ir hann.

Hlaup­in skila sér heim í stofu og Ingólf­ur sit­ur úti í horni og gef­ur tón­inn á caj­un-tromm­urn­ar. „Ég er eini tromm­ar­inn, sem hef­ur eitt­hvað að gera um þess­ar mund­ir,“ seg­ir hann kank­vís. Bæt­ir við að ekk­ert annað sé reynd­ar á dag­skrá hjá sér og því gef­ist góður tími til und­ir­bún­ings. „Við hitt­umst alltaf á föstu­dög­um, því þá ligg­ur fyr­ir hverj­ir verða sér­stak­ir gest­ir, og för­um yfir það sem við ætl­um að gera. Svo tök­um við gott rennsli eft­ir há­degi á laug­ar­dög­um áður en tón­leik­arn­ir hefjast klukk­an átta.“

Oft hef­ur verið sagt að tromm­ar­inn sé mik­il­væg­asti hlekk­ur hverr­ar hljóm­sveit­ar, því hann slái takt­inn og haldi mönn­um í réttri tón­teg­und. Ingólf­ur seg­ir að þetta sé göm­ul klisja. Eng­in keðja sé sterk­ari en veik­asti hlekk­ur­inn og því skipti all­ir máli. „Maður verður bara að passa að halda ein­beitn­ing­unni og láta ekk­ert trufla sig.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman