Páskaæfingar landsliðsmanns

Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaður­inn Guðlaug­ur Victor Páls­son, sem spil­ar með Darmsta­dt í þýsku B-deild­inni, sýn­ir páskaæf­ing­arn­ar í nýju mynd­skeiði sem knatt­spyrnu­sam­band Íslands birti á sam­fé­lags­miðlum í morg­un.

Um er að ræða mynd­bönd þar sem sýnd­ar eru æf­ing­ar sem iðkend­ur geta fram­kvæmt heima hjá sér sem og hvatn­ing­ar­mynd­bönd frá landsliðsfólki á þess­um erfiðu tím­um. Verk­efnið er kallað „Áfram Ísland“ og mynd­bönd­in munu birt­ast dag­lega á in­sta­gram- og face­booksíðum KSÍ en þau verður einnig að finna á youtu­besíðu sam­bands­ins.

„Fyr­ir mér er mjög mik­il­vægt að halda mér í góðri rútínu. Æfa vel, borða vel og sofa vel. Í þess­ari óvissu veit maður ekki hvenær kallið kem­ur. Eg vil vera 100% klár þegar við byrj­um aft­ur með fé­lagsliði og landsliði. Hér eru nokkr­ar æf­ing­ar sem ég vil deila með ykk­ur sem ég geri heima,“ er haft eft­ir Guðlaugi en æf­ing­arn­ar má sjá í spil­ar­an­um hér að neðan.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman