Drottning heimaæfinga hefur engu gleymt 82 ára

Jane Fonda hefur engu gleymt.
Jane Fonda hefur engu gleymt. AFP

Margir láta eins og heimaæfingar hafa verið fundnar upp í mars árið 2020 svo æst er fólk að taka á því heima hjá sér. Það eru fáir sem þekkja þessa leið til þess að halda sér í formi betur en leikkonan Jane Fonda. Fonda sem gaf út margar æfingaspólur á níunda áratug síðustu aldar birti myndskeið á samfélagsmiðlum TikTok þar sem má sjá hana gera kunnuglegar æfingar á dýnu. 

Í myndskeiðinu sem Fonda birti byrjar hún á því að segja að hún sé að mæta aftur með Jane Fonda-æfingarnar. Eftir smá stund kemur þó í ljós að mynskeiðið er gert til þess að vekja athygli á baráttunni gegn hlýnun jarðar.  

@janefonda

Hello Tik Tok! I’m bringing back the Jane Fonda Workout to fight the climate crisis. Join ##firedrillfriday 4/3 @ 11AMPT ##happyathome ##indoorworkout

♬ original sound - janefonda

Þrátt fyrir að mikið er af heimaæfingum á netinu akkúrat núna er bara ein Jane Fonda. Leikkonan verður 83 ára í desember og er greinilega með gömlu taktana á hreinu. Hún lét ekki mynda klukkutímalanga æfingu en nokkrar fótalyftur og góð líkamsstaða gefa innsýn í að Fonda reynir að halda sér í formi á níræðisaldri. 

Jane Fonda sýndi fimi sína í Cannes árið 2018.
Jane Fonda sýndi fimi sína í Cannes árið 2018. AFP

Æfingatískan hefur breyst töluvert síðan Fonda gaf út sitt fyrsta æfingamyndband árið 1982. Æfingarnar eru enga að síður enn góðar og gildar í dag. Til þess að framkvæma æfingar Fonda þarf lítið annað en smá gólfpláss. Gott er að vera með dýnu. Leikfimisföt í anda níunda áratugarins skemma ekki fyrir en eru þó ekki nauðsyn.

Æfingar Fonda eru eitthvað til að prófa á meðan líkamsræktarstöðvar eru lokaðar. 

mbl.is