Litlir hlutir skapa stóra sigra

Þorgrímur Þráinsson.
Þorgrímur Þráinsson. Ljósmynd/Lögreglan

Þorgrím­ur Þrá­ins­son rit­höf­und­ur var feng­inn til að halda stutt er­indi á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag, í til­efni þess að sögn Víðis Reyn­is­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns „að við séum að nálg­ast seinni hálfleik“ í bar­átt­unni við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn.

Þorgrím­ur beindi orðum sín­um til ung­menna „eins og hann ger­ir dags­dag­lega.“ Þorgrím­ur vísaði í upp­hafi til orða fyrr­ver­andi þjálf­ara ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, Lars Lag­er­back: „Litl­ir hlut­ir skapa stóra sigra.“

„Ein­hvern tím­ann þegar við vor­um í verk­efni í janú­ar með marga nýliða og einn gekk upp að Lars og spurði hann hvað hann meinti með þess­um litlu hlut­um. Þá sagði hann: ‚Klukk­an hvað vakn­arðu á morgn­ana? Bjóstu um rúmið þitt? Hvað fékkstu þér í morg­un­mat? Ertu bú­inn að hrósa ein­hverj­um í dag? Ertu bú­inn að gera góðverk? Mæt­irðu á rétt­um tíma á æf­ingu? Tek­urðu séræf­ingu? Hvernig kem­urðu fram við kon­una þína og börn­in þín? Pass­arðu upp á svefn­inn þinn?‘ Lars sagði að ef þú pass­ar upp á þessa hluti dags­dag­lega, þá mun vel­gengn­in elta þig,“ sagði Þorgrím­ur.

Þorgrím­ur taldi þetta vel heim­fær­an­legt á aðstæður í þjóðfé­lag­inu í dag, þar sem til­efni væri að líta í eig­in barm og þannig gæti maður jafn­vel tekið eitt­hvað „já­kvætt úr úr þess­ari skrítnu lífs­reynslu. Ég held að þessi aukna sam­vera styrki hrein­lega bönd­in og það sem skipt­ir máli á milli for­eldra og barna. Kvíði og ótti eru eðli­leg­ar til­finn­ing­ar, það þarf bara að tak­ast á við þær.“

Eitt orð á dag kem­ur skap­inu í lag

Síðan lagði Þorgrím­ur sér­staka áherslu á átakið „Tími til að lesa“. „Ég er þeirr­ar skoðunar að læsi sé eitt mik­il­væg­asta lýðheilsu­mál þjóðar­inn­ar, vegna þess að ef börn­in okk­ar ná tök­um á tungu­mál­inu og orðaforða, þá ná þau tök­um á nám­inu,“ sagði Þorgrím­ur.

Í lestr­ar­átaki ætti ekki aðeins að taka niður þann fjölda af blaðsíðum sem manni tæk­ist að lesa á ein­hverj­um ákveðnum tíma, held­ur mælti hann með því að hver og einn skrifaði niður þau orð sem hann skildi ekki við lest­ur­inn, og byggði þannig smátt og smátt upp orðaforða sinn. Þá gætu for­eldr­ar líka tekið upp á því að líma eitt orð upp á ís­skáp­inn á hverj­um degi.

Þorgrímur Þráinsson er vinsæll barnabókahöfundur.
Þorgrím­ur Þrá­ins­son er vin­sæll barna­bóka­höf­und­ur. mbl.is/​Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman