Krefst vitleysu, heimsku eða hvors tveggja

Hilmir ST-001 hefur verið þó nokkuð við bryggju í Hólmavík …
Hilmir ST-001 hefur verið þó nokkuð við bryggju í Hólmavík í vetur sökum veðurs. Ljósmynd/Sverrir Guðmundsson

Veðrið hef­ur valdið tölu­verðum trufl­un­um fyr­ir út­gerðir á Strönd­um í vet­ur og muna fáir eft­ir ann­arri eins ótíð.

„Það er ná­kvæm­lega ekki neitt að gera í grá­slepp­unni því það er alltaf kol­vit­laust veður. Það er búið að vera al­veg hreint hræðilegt. Þeir sem eru bún­ir að leggja reyna að skjót­ast í þetta í smá tíma rétt á meðan snýst úr suðvestanátt í norðvestanátt. Það geng­ur ekk­ert vel. Við erum ekki búin að leggja net­in,“ seg­ir Anna Þor­björg Stef­áns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Æðar ehf., sem ger­ir út línu- og grá­sleppu­bát­inn Hilmi ST-001 frá Hólma­vík.

Hún seg­ir mikl­ar von­ir bundn­ar við að það að fari að lægja. „Þetta er nú eig­in­lega að verða komið gott. Fjór­ir mánuðir í svona fjand­ans ótíð er dá­lítið mikið.“ Spurð hvort hún muni eft­ir svona langvar­andi erfiðleik­um vegna veðurs svar­ar hún: „Ég man ekki eft­ir því eft­ir að við fór­um í smá­báta­út­gerð, en ég man eft­ir því að 1968 komust rækju­bát­arn­ir ekk­ert út fyr­ir haf­ís. En það var öðru­vísi, þá var haf­ís yfir öllu. Nú er það ekki.“

Vænn þorsk­ur

Í vet­ur hef­ur verið farið á línu­veiðar þegar veður hef­ur leyft, að sögn Önnu Þor­bjarg­ar. „En það hef­ur ekki gefið alltof mikið. Svo þegar kem­ur fram í mars þá er yf­ir­leitt þorsk­ur­inn kom­inn í loðnuna og þá vill hann ekki línu, loðnan er miklu betri á bragðið en fryst­ur mak­ríll,“ seg­ir hún. Hins veg­ar hafi veiðar gengið vel þá daga sem veitt hef­ur verið og hef­ur þorsk­ur­inn verið mjög stór. „Síðasta ár var nokkuð gott. Grá­slepp­an mjög góð og lín­an líka,“ bæt­ir Anna Þor­björg við sem hef­ur komið að út­gerð í um 15 ár. „Það er ekk­ert allt dans á rós­um, það er alltaf eitt­hvert mót­læti líka.

Það helsta sem bát­ar í króka­afla­marks­kerf­inu glíma við fyr­ir utan veðurfarið er skort­ur á ýsu­kvóta eft­ir að hann var skert­ur um 25%, enda er ýsa óhjá­kvæmi­leg­ur fylgi­fisk­ur þorskveiða. „Það hef­ur þurft að reyna að forðast ýs­una og það get­ur verið erfitt. [...] Það er nóg af ýsu það má bara ekki veiða hana.“

Spurð hvort þurfi sér­stak­an áhuga til að leggja í smá­báta­út­gerð svar­ar Anna Þor­björg: „Það þarf eitt­hvað. Vit­leysu, heimsku eða bæði.“ Í ljósi of­an­greindra vanda­mála og bölvaðrar ótíðar kemst blaðamaður ekki hjá því að þurfa að spyrja hvort henni finn­ist skemmti­legt að stunda þenn­an rekst­ur. „Ég væri löngu hætt þessu ann­ars.“

Viðtalið við Önnu Þor­björgu var fyrst birt í blaði 200 mílna. 7. apríl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: