Handknattleikssamband Íslands er með átakið „Æfum heima“ í gangi á samfélagsmiðlum en þar sýnir landsliðsfólk í handbolta ýmsar æfingar sem hægt er að gera í einangruninni heima.
Í dag er það landsliðskonan og Framarinn Þórey Rósa Stefánsdóttir sem nýtir hagkvæm heimilisáhöld eins og tuskur til þess að framkvæma góðar og gagnlegar æfingar á heimilinu.
Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.