Lilja safnar fé fyrir Kvennaathvarfið frá London

Lilja Hrönn lætur gott af sér leiða á erfiðum tímum.
Lilja Hrönn lætur gott af sér leiða á erfiðum tímum. Ljósmynd/Katrín Ólafs

Lilja Hrönn Helga­dótt­ir stílisti býr í London og held­ur úti net­miðlin­um Tide Magaz­ine. Lilja Hrönn fann sterka þörf til þess að leggja góðu mál­efni lið á þess­um und­ar­legu tím­um og eft­ir að umræðan um aukið heim­il­isof­beldi bæði er­lend­is sem og á Íslandi varð meiri ákvað Lilja Hrönn að safna fé fyr­ir Kvenna­at­hvarfið á Íslandi með því að selja ljós­mynda­prent.

„Mig langaði að safna fé fyr­ir eitt­hvert góðgerðarstarf sem átti í erfiðleik­um út af Covid-19, það var ótrú­lega mikið af söfn­un­um í gangi fyr­ir fram­lín­u­starfs­menn og heil­brigðis­kerf­in bæði á Íslandi og hérna úti í London, þannig að ég reyndi að finna eitt­hvert starf sem var kannski ekki að fá þá hjálp sem væri þó ef­laust kær­kom­in. Ég hafði lesið mér mikið til um hvað sam­komu­bönn og „lockdown“ í mörg­um lönd­um hafa mik­il áhrif á aukn­ingu heim­il­isof­beld­is þar sem kon­ur hafa ekki sömu undan­komu­leið frá of­beld­inu eins og áður, sækja börn í leik­skóla og skóla, fara í vinn­una, út að versla í mat­inn og svo fram­veg­is. Eft­ir að ég hafði lesið um að tvö dauðsföll hefðu orðið á Íslandi inn­an veggja heim­il­is­ins sem mögu­lega mætti rekja til heim­il­isof­beld­is þótti mér mjög viðeig­andi og mik­il­vægt að styrkja Kvenna­at­hvarfið,“ seg­ir Lilja Hrönn um söfn­un­ina.

Lilja Hrönn seg­ir starf­semi Kvenna­at­hvarfs­ins ekki snerta sig beint per­sónu­lega en finn­ur til með þeim sem hún þekk­ir og þekk­ir ekki og hafa orðið fyr­ir heim­il­isof­beldi hvort sem það er beint eða óbeint.

„Til­hugs­un­in einnig um börn sem verða vitni að því þykir mér hrika­leg. Ég hef þó einu sinni orðið vitni að því hérna í London þegar ná­granna­kona mín varð fyr­ir of­beldi af hendi barns­föður síns, og ég þurfti að bíða með henni og ung­barni henn­ar á meðan lög­regl­an og sjúkra­liðar mættu á svæðið, hann var hand­tek­inn en flutti svo aft­ur inn til þeirra, það hafði mik­il áhrif á mig að verða vitni að og ég sá mjög skýrt hvað það get­ur verið erfitt fyr­ir þær sem eru fast­ar í þess­um aðstæðum að losa sig úr þeim,“ seg­ir Lilja Hrönn um mál­efnið. 

Þessi mynd eftir Lilju Hrönn er til sölu til styrktar …
Þessi mynd eft­ir Lilju Hrönn er til sölu til styrkt­ar Kvenna­at­hvarf­inu. ljós­mynd/​Lilja Hrönn

Lilja Hrönn er að selja mis­mun­andi ljós­mynda­prent á vef­miðli sín­um til þess að safna fé fyr­ir Kvenna­at­hvarfið. 

„Ég er að selja átta mis­mun­andi ljós­mynda­prent, sem Pix­el hef­ur góðfús­lega gefið mér ótrú­leg­an af­slátt á og á mestu þakk­ir skilið fyr­ir. Sal­an fer fram á síðunni Tides, und­ir „Shop!“ og þú get­ur keypt eins mörg prent og þú vilt og borgað bara einn send­ing­ar­kostnað sama hversu mörg þau eru. Sal­an fer fram í pund­um þar sem síðan mín er staðsett hérna í London, en hvert prent er á 60 pund eða tæp­ar 11.000 krón­ur og kaup­andi borg­ar svo send­ing­ar­kostnað ofan á. All­ur ágóði renn­ur óskert­ur til Kvenna­at­hvarfs­ins. Ég er enn að leita að fyr­ir­tæki til að gefa eða bjóða góðan díl á papp­írs­hólk­um til að senda prentið út í, þannig að ef ein­hver sem les þetta gæti hjálpað mætti viðkom­andi endi­lega hafa sam­band. Að sama skapi, ef ein­hver vill borga meira fyr­ir prentið, eða leggja mál­efn­inu lið án þess að kaupa prent, má hafa sam­band við mig á lilja@tides­magaz­ine.com,“ seg­ir Lilja Hrönn. 

Lilja Hrönn ákvað að hafa aðeins sam­band við kven­kyns­ljós­mynd­ara í ljósi mál­efn­is­ins og tóku flest­ir ljós­mynd­ar­arn­ir mjög vel í söfn­un­ina. Tvær kvenn­anna hafa samt sem áður enga teng­ingu við Ísland.

„Viðtök­urn­ar hafa verið ótrú­lega góðar en þó eru enn til ein­tök af öll­um prent­un­um, sem væri æðis­legt að selja til að styrkja mál­efnið sem mest. Fólk hef­ur verið ótrú­lega dug­legt við að deila þessu fyr­ir mig á sam­fé­lags­miðlum, og að auki hef ég fengið ómet­an­lega hjálp frá vin­um og frænd­fólki við fram­leiðsluna á fjár­öfl­un­inni.“

Þessi mynd eftir listakonuna Katrínu Ólafs er til sölu til …
Þessi mynd eft­ir lista­kon­una Katrínu Ólafs er til sölu til styrkt­ar Kvenna­at­hvarf­inu. ljós­mynd/​Katrín Ólafs

Ástandið í heim­in­um í dag hef­ur ekki farið fram hjá Lilju Hrönn.

„Ég er í London með 10 mánaða stelp­unni minni og manni mín­um. Þetta er ótrú­lega skrítið hérna, líf okk­ar er gjör­sam­lega „on hold“. Ég átti að vera að ljúka barneign­ar­leyfi í síðasta mánuði en vinn­an mín hófst aldrei aft­ur þar sem ferðabannið í London hófst í sömu viku og ég átti að byrja. Við för­um ein­ung­is út einu sinni til tvisvar í viku, til að versla í mat­inn, og til að viðra barnið aðeins þegar við höld­um að það sé ör­uggt. En út af góðu veðri hérna hef­ur verið ótrú­lega margt fólk á ferð sem ger­ir mann smá­veg­is reiðan miðað við allt sem er búið að ráðleggja manni að gera til að flýta fyr­ir því að þessi heims­far­ald­ur taki enda.“

Hér má skoða og kaupa verk­in sem Lilja Hrönn er með í sölu til styrkt­ar Kvenna­at­hvarf­inu.  

Þessi mynd eftir listakonuna Marsý Hild er til sölu til …
Þessi mynd eft­ir lista­kon­una Marsý Hild er til sölu til styrkt­ar Kvenna­at­hvarf­inu. ljós­mynd/​Marsý Hild
Þessi mynd eftir listakonuna Söruh Blais er til sölu til …
Þessi mynd eft­ir lista­kon­una Söruh Bla­is er til sölu til styrkt­ar Kvenna­at­hvarf­inu. ljós­mynd/​Sarah Bla­is
Þessi mynd eftir listakonuna Charlotte Stouvenot er til sölu til …
Þessi mynd eft­ir lista­kon­una Char­lotte Stou­venot er til sölu til styrkt­ar Kvenna­at­hvarf­inu. ljós­mynd/​Char­lotte Stou­venot
Þessi mynd eftir listakonuna Charlotte Stouvenot er til sölu til …
Þessi mynd eft­ir lista­kon­una Char­lotte Stou­venot er til sölu til styrkt­ar Kvenna­at­hvarf­inu. ljós­mynd/​Char­lotte Stou­venot
Þessi mynd eftir listakonuna Katrínu Ólafs er til sölu til …
Þessi mynd eft­ir lista­kon­una Katrínu Ólafs er til sölu til styrkt­ar Kvenna­at­hvarf­inu. ljós­mynd/​Katrín Ólafs
Þessi mynd eftir listakonuna Marsý Hild er til sölu til …
Þessi mynd eft­ir lista­kon­una Marsý Hild er til sölu til styrkt­ar Kvenna­at­hvarf­inu. ljós­mynd/​Marsý Hild
mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman