Með útbreiddan faðm í farsótt

Ef stefnir í efnahagslegar hörmungar um allan heim þá er …
Ef stefnir í efnahagslegar hörmungar um allan heim þá er fátt betra sem Ísland getur gert en að opna hagkerfið. Handagangur í öskjunni á taílenskum útimarkaði. AFP

Árið 165 barst skelfileg farsótt til Rómarborgar og dreifðist sjúkdómurinn hratt um allt veldi Rómverja. Sagnfræðinga grunar að um hafi verið að ræða afbrigði af bólusótt eða mislingum, og hugsanlegt að veikin hafi átt upptök sín í Kína þaðan sem hún barst með silkileiðinni til Mið-Austurlanda, og áfram til Rómar með hermönnum sem smituðust í herleiðangri á austurmörkum keisaradæmisins. Sjúkdómurinn felldi fjórðung þeirra sem veiktust og á sumum svæðum varð sjúkdómurinn allt að þriðjungi fólks að bana.

Fyrstu einkenni farsóttarinnar voru ósköp væg: þreyta, höfuðverkur, niðurgangur, þorsti og hiti. Svo snarversnaði sjúklingunum sem fengu svört útbrot og innvortis blæðingar. Er sagt að þeir sem veiktust hafi kvalist svo mikið að þeir þóttu heppnir sem geispuðu golunni á aðeins einni viku en alla jafna vöruðu veikindin í tvær vikur. Áætla sagnfræðingar nú að allt að 60-70 milljónir manna hafi látið lífið í faraldrinum.

mbl.is