Of lítið vitað um göngur makrílsins

Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir mikinn óstöðugleika í …
Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir mikinn óstöðugleika í stofnmati makríls og of fátt vitað um göngur hans. Ljósmynd/Aðsend

Aðeins 51% af þeim mak­ríl sem veidd­ur var í síðustu vertíð var úr ís­lenskri lög­sögu og nam heild­arafl­inn um 128 þúsund tonn­um. Það að minni mak­ríll hafi veiðst í lög­sög­unni hef­ur vakið spurn­ing­ar um það hvort fisk­ur­inn sem skyndi­lega kom í miklu magni í ís­lenska lög­sögu sé nú að fara úr henni.

„Við höf­um séð það í rann­sókn­ar­leiðangr­um, sem við höf­um farið í júlí á hverju ári síðan 2010, að minna hef­ur gegnið af mak­ríl vest­ur í ís­lenska og græns­lenska lög­sögu. Fyr­ir tíma­bilið 2010-2019 þá mæld­ist hlut­falls­lega mest af mak­ríl í ís­lenskri land­helgi árin 2015-2017 en minnkað svo snögg­lega um u.þ.b. helm­ing 2018 og var svipað 2019. Minnkað magn mak­ríls var sér­stak­lega fyr­ir vest­an land og í græn­lenskri lög­sögi, það var mjög lítið af fisk þar 2019.

En ef við tök­um meðfram suður­strönd­inni og á land­grunns­brún­inni fyr­ir sunn­an land þá var svipað magn þar 2019 og hef­ur verið árin á und­an. Þetta svæði er það svæði þar sem mak­ríll­inn gekk in fyrst þegar hann hóf göngu inn í lög­sög­una upp úr 2007. Þetta er búið að vera aðalsvæðið, með mesta þétt­leik­an af mak­ríl öll þessi ár og það hélst,“ seg­ir Anna Heiða Ólafs­dótt­ir, fiski­fræðing­ur á upp­sjáv­ar­sviði hjá Haf­rann­sókna­stofn­un.

Kom á óvart

Hún seg­ir í raun ekk­ert liggja fyr­ir sem skýr­ir hvers vegna breyt­ing­arn­ar eru að eiga sér stað. „Við vit­um það ekki. Það kom okk­ur vís­inda­mönn­un­um sem vinn­um í þessu á óvart, við bjugg­umst ekki við þessu. Og það er ekk­ert nýtt í um­hverf­inu eins og lækk­andi hita­stig sjáv­ar sem út­skýr­ir þetta. Sam­kvæmt nú­ver­andi stofn­mati hef­ur stofn­inn aðeins verið að minnka und­an­far­in ár, en það hef­ur ekki verið um­fangs­mik­il minnk­un, 9% minnk­un frá 2017 til 2018 en síðan 6% aukn­ing frá 2017 til 2019.“

Makríll borinn á land. Mynd úr safni.
Mak­ríll bor­inn á land. Mynd úr safni. mbl.is/​Al­fons Fins­son

„En vegna þess að þetta kom svona mikið á óvart þá er verið að hefja um­fangs­mikið fjölþjóðarann­sókna­verk­efni sem snýr aðallega að því að skilja breyt­ing­ar á sumar­út­breiðslu mak­ríls und­an­far­inn ára­tug. Hvers vegna geng­ur um­tals­verður hluti stofns­ins sum ár í vesturátt meðfram suður­strönd Íslands og upp að aust­ur­stönd Græn­lands og en önn­ur ár mjög lít­ill hluti? Norðmenn eru bún­ir að setja tals­verða fjár­muni í þetta verk­efni og bjóða þjóðunum í kring að taka þátt í þessu með sér. Við (Haf­rann­sókna­stofn­un) verðum þar meðal ann­ars og hefst þetta verk­efni í sept­em­ber 2020.“

Í þessu verk­efni stefna vís­inda­menn að því að sann­reyna ýms­ar til­gát­ur um sumar­út­breiðslu, um hvaða þætt­ir hafa áhrif á sumar­út­breiðslu mak­ríls, hvort far­hegðun mak­ríls­ins sé lærð, eins og í til­felli síld­ar­inn­ar þar sem ár­gang­ar ganga end­ur­tekið á svipað sum­ar­fæðusvæði, eða hvort þetta sé eitt­hvað tengt því hvar og hvenær hann hrygn­ir,“ út­skýr­ir Anna.

Erfitt að full­yrða um of­veiði

„Þetta verður mjög spenn­andi. Þetta er ekki bara hita­stigið á fæðusvæði held­ur er þetta eitt­hvað flókn­ara. Við skilj­um ekki hvernig hann bregst við um­hverf­inu og hvernig hann tek­ur ákv­arðanir um far­leiðir eft­ir að hrygn­ingu lík­ur á land­grunns­brún­inni fyr­ir vest­an Írland og stund­um sunn­ar.“

Spurð hvort það sé hætta á því að stofn­inn sé of­veidd­ur sök­um þess að veitt magn strand­ríkj­anna er um­fram ráðgjöf, svar­ar hún að tals­verð vanda­mál hafa tengst stofn­mat­inu und­an­far­in ár sem valda óstöðug­leika í stofn­mat­inu. Ástæðan fyr­ir óstöðugu stofn­mati er sú að það séu fimm gagnaraðir sem fara inn í stofn­mats­líkanið og þær eru all­ar stutt­ar og segja mismum­andi hluti um þróun stofns­ins.

„Sum­ar gagnaraðir segja að hann sé að minnka, aðrar að hann sé að stækka og sum­ar sem segja að hann sé alltaf jafn. Ef maður tek­ur stutt­ar gagnaraðir sem gefa mis­mun­andi vís­bend­ing­ar og set­ur það inn í eitt lík­an, í hvert skipti sem það bæt­ist við eitt ár í gagnaröðina get­ur vægi gagn­anna breyst og þá get­ur út­koma lík­ans­ins breyst mikið. Þess vegna geta niður­stöður stofn­mats sveifl­ast mikið á milli ára. Það er mik­ill óstöðug­leiki í stofn­mat­inu.“

Makríllinn hefur skipað verulegan sess í vinnslum landsins frá því …
Mak­ríll­inn hef­ur skipað veru­leg­an sess í vinnsl­um lands­ins frá því hann fór að veiðast í miklu magni við Íslands­strend­ur. Ljós­mynd/​HB Grandi

Bend­ir hún á sem dæmi að fyrst stofn­matið fyr­ir 2019 mælti með 318 þúsund tonn afla­marki, en með lít­illi breyt­ingu á því hvernig gögn­in eru notuð í líkan­inu varð niðurstaðan að afla­mark 2019 hækkaði í 770 þúsund tonn. Afla­markið fyr­ir 2020 er 922 þúsund tonn. „Það er óhætt að segja að þetta að þetta er óstöðugt stofn­mat. Þegar stofn­matið er svona óstöðugt ætt­um við að fara var­lega í allri umræðu um of­veiði en á sama tíma verðum við að muna það að sjálf­bært nýt­ing auðlinda hafs­ins er skylda okk­ar gagn­vart kom­andi kyn­slóðum og mik­il­væg­ast mark­mið okk­ar vinnu,“ seg­ir Anna.

Unnið að um­bót­um

„Vegna þessa stofn­matsvanda kallaði ICES (Alþjóða haf­rann­sókn­aráðið) sam­an vís­inda­menn, full­trúa sjáv­ar­út­vegs­ins og yf­ir­valda frá öll­um Evr­ópu­ríkj­um sem taka þátt í mak­ríl­veiðum vorið 2019. Það var stofnaður vinnu­hóp­ur sem ICES sér um og við höf­um hist til þess að ræða óstöðug­leika stofn­mats­ins, og hvað all­ir aðila geti gert til að laga stofn­matið.

Þetta er mjög góð þróun, því þetta er vanda­mál sem hvorki ein rann­sókna­stofn­un né ein þjóð leys­ir þar sem út­beiðslu­svæði mak­ríls og fjöldi landa sem tek­ur þátt í mak­ríll­veiðum krefst þátt­töku fjöl­breytts alþjóðlegs hóp­ar. Hóp­ur­inn hef­ur sett fram ýms­ar hug­mynd­ir um aukna gagna­söfn­un og gagnúr­vinnslu þar sem fiski­skip leika stór hlut­verk eins í aukn­um rann­sókn­um bæði með sýna­söfn­um og með rann­sókna­leiðangri hönnuðum fyr­ir fiski­skip. Einnig er verið að ræða mögu­leika á að stækka rann­sókna­svæði nú­ver­andi mak­ríl­leiðang­urs í suðarátt og að þróa rann­sókna­leiðang­ur þar sem berg­máls­tækni er notuð til að mæla magn mak­ríls að vetr­ar­lagi.“

Anna seg­ir unnið að því að gera um­bæt­ur í þeim til­gangi að auka áreiðan­leika stofn­mats­ins. „Hvert ein­asta ár sem bæt­ist við gagnaraðirn­ar gera þær leng­ir og þá verður líkanið stöðugra. Tím­inn vinn­ur með okk­ur. Við þurf­um að rýna bet­ur í sum­ar gögnaserí­ur sem við höf­um. Svo eru það nýir leiðangr­ar, hvort það hjálpi að fara í berg­máls­leiðangra yfir vet­urna þegar mak­ríll­inn er í vetr­ar­dvala og hvort það gefi ár­leiðan­leg mæl­ingu af stærð stofns­ins. Það þarf að skoða margt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: