Skelltu í lás með góðum árangri

Kórónuveiran hefur herjað illa á mörg ríki Evrópu. Hér sést …
Kórónuveiran hefur herjað illa á mörg ríki Evrópu. Hér sést heilbrigðisstarfsmaður við vinnu á gjörgæsludeild á Spáni. AFP

Daglega berast fregnir af tölum yfir smit og andlát vegna faraldurs kórónuveiru sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þegar reynt er að leggja mat á hversu þungt veiran hefur herjað á mismunandi ríki er einkum litið á tölur yfir fjölda látinna og viðbrögð stjórnvalda. Á meðan sum ríki hafa reynt að setja á sem fæstar hömlur á íbúa sína brugðust önnur skjótt við með landamæralokunum og ströngu samkomubanni. Eyríkin Nýja-Sjáland og Færeyjar eru sögð hafa staðið sig einkar vel þegar kemur að því að hefta útbreiðslu veirunnar og verður vikið að helstu aðgerðum þeirra hér.

Bandaríski háskólinn Johns Hopkins segir vert að hafa í huga að ýmislegt kann að hafa áhrif á tölur sem sýna hlutfall látinna af þeim sem smitast hafa af veirunni. Þannig skiptir meðal annars máli hversu margir eru skimaðir, en með fleiri skimunum finnast gjarnan fleiri einstaklingar með vægari einkenni og lækkar það um leið dánarhlutfallið. Aldur þeirra sem veikjast skiptir einnig máli í þessu samhengi því eldra fólk veikist gjarnan verr en yngra fólk. Þá hefur geta heilbrigðiskerfisins til að sinna veikum og viðbrögð stjórnvalda við að hefta útbreiðslu faraldursins einnig sitt að segja því yfirfull sjúkrahús ráða illa við verkefnið.

mbl.is