Kafarar komu grásleppubáti til bjargar

Kafararnir Kristinn Ómar Jóhannsson og Jón Smári Traustason losuðu tógið …
Kafararnir Kristinn Ómar Jóhannsson og Jón Smári Traustason losuðu tógið úr skrúfu bátsins. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson.

Skip­stjóri báts á grá­sleppu­veiðum hafði sam­band við stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar í há­deg­inu og óskaði eft­ir aðstoð í kjöl­far þess að bát­ur­inn fékk tóg í skrúf­una út af Vatns­leysu­vík, að því er fram kem­ur á vef gæsl­unn­ar.

Varðskipið Týr var þá á Stakks­firði og áhöfn þess brást skjótt við og voru kafar­ar skips­ins send­ir til aðstoðar. „Kafar­arn­ir Krist­inn Ómar Jó­hanns­son og Jón Smári Trausta­son voru snar­ir í snún­ing­um og skáru tógið úr skrúf­unni skömmu síðar,“ seg­ir í færsl­unni.

Áhöfn varðskipsins Týs kom skjótt á staðinn.
Áhöfn varðskips­ins Týs kom skjótt á staðinn. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son.
Jón Smári Traustason, kafari Landhelgisgæslunnar.
Jón Smári Trausta­son, kafari Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son.
mbl.is