Kafarar komu grásleppubáti til bjargar

Kafararnir Kristinn Ómar Jóhannsson og Jón Smári Traustason losuðu tógið …
Kafararnir Kristinn Ómar Jóhannsson og Jón Smári Traustason losuðu tógið úr skrúfu bátsins. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson.

Skipstjóri báts á grásleppuveiðum hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í hádeginu og óskaði eftir aðstoð í kjölfar þess að báturinn fékk tóg í skrúfuna út af Vatnsleysuvík, að því er fram kemur á vef gæslunnar.

Varðskipið Týr var þá á Stakksfirði og áhöfn þess brást skjótt við og voru kafarar skipsins sendir til aðstoðar. „Kafararnir Kristinn Ómar Jóhannsson og Jón Smári Traustason voru snarir í snúningum og skáru tógið úr skrúfunni skömmu síðar,“ segir í færslunni.

Áhöfn varðskipsins Týs kom skjótt á staðinn.
Áhöfn varðskipsins Týs kom skjótt á staðinn. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson.
Jón Smári Traustason, kafari Landhelgisgæslunnar.
Jón Smári Traustason, kafari Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson.
mbl.is