Olíunotkun ekki minni síðan 1982

Endurnýjunm flotans er talin hafa haft veruleg áhrif á olínotkun …
Endurnýjunm flotans er talin hafa haft veruleg áhrif á olínotkun flotans. mbl.is/RAX

Ol­íu­notk­un í sjáv­ar­út­vegi var rétt rúm 133 þúsund tonn á ár­inu 2019. Það er minnsta notk­un í grein­inni frá upp­hafi mæl­inga, sem ná aft­ur til árs­ins 1982. Þetta kem­ur fram í frétta­bréfi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Sam­kvæmt töl­um frá Orku­stofn­un nam ol­íu­notk­un fiski­skipa 130 þúsund tonn­um á ár­inu og dróst sam­an um rúm 4% frá fyrra ári. Sam­drátt­ur­inn var öllu meiri í ol­íu­notk­un fiski­mjöls­verk­smiðja, eða 63%, en þar nam notk­un­in tæp­lega 3 þúsund tonn­um. Í heild nam sam­drátt­ur­inn í grein­inni því 7% á milli ára.

Mik­inn sam­drátt í ol­íu­notk­un fiski­mjöl­verk­smiðja er talið mega rekja til loðnu­brests. Hins veg­ar er bent á að „á und­an­förn­um árum hef­ur sjáv­ar­út­veg­ur notað helm­ingi minna af olíu til að veiða og vinna sama magn og hann gerði á síðustu árum fyr­ir alda­mót. Það þýðir að sjáv­ar­út­vegi hef­ur tek­ist að draga úr ol­íu­notk­un án þess að það komi niður á fram­leiðslu og gott bet­ur. Það eru marg­ir sam­verk­andi þætt­ir sem leggj­ast á eitt og skýra þessa þróun, svo sem bætt fisk­veiðistjórn­un, fjár­fest­ing í tækj­um og búnaði, fækk­un og end­ur­nýj­un á skip­um sem eru öfl­ugri og hag­kvæm­ari og breytt orku­notk­un.“

mbl.is