„Það eru allir dásamlegir á sinn hátt“

Gígja kveðst hafa fundið strax fyrir því að hún hafi …
Gígja kveðst hafa fundið strax fyrir því að hún hafi verið á réttum stað þegar hún steig um borð í Tý. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Það var skyndi­hug­detta sem varð til þess að Gígja Vil­hjálms­dótt­ir sótti um starf há­seta um­borð í Tý, varðskipi Land­helg­is­gæslu Íslands. „Mig langaði að prófa eitt­hvað al­veg nýtt. Ég fékk frí úr vinnu á dval­ar­heim­il­inu Hlíð, þar sem ég starfaði áður, og fékk tæki­færi til að leysa af sem há­seti í einni ferð. Eft­ir það var ekki aft­ur snúið,“ seg­ir Gígja.

„Þetta er æði. Frá­bært frá a til ö og kem­ur skemmti­lega á óvart,“ svar­ar hún er hún er spurð hvernig henni lík­ar starfið. Gígja seg­ir það ekki hafa tekið neinn tíma að venj­ast líf­inu á sjó. „Mín reynsla af sjó­mennsku var áður bund­in við það að liggja í fóst­ur­stell­ingu í Herjólfi og vilja deyja. Þannig að fólki fannst þetta mjög sér­stök hug­mynd hjá mér að láta á þetta reyna þar sem ég er mann­eskja sem verð veik í tív­olí­tæki. En um leið og ég kom og labbaði um borð í Tý fékk ég strax til­finn­ingu fyr­ir því að hér á ég að vera,“ seg­ir hún og hlær.

Áhöfnin á Tý
Áhöfn­in á Tý Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son

Hún kveðst ekki upp­lifa mikla sjó­veiki en viður­kenn­ir þó að það hafa komið upp aðstæður sem gef­ur smá ugg. „En ekk­ert sem hef­ur háð mér eða ég hef fundið mikið fyr­ir. Á fyrsta túrn­um og eft­ir fyrsta túr­inn þá var eng­inn af þeim um borð, fjöl­skyldu eða vin­um sem spurðu hvort þetta væri gam­an eða hvernig gekk. Það var bara spurt hvort ég varð sjó­veik, það var eina spurn­ing­in sem ég fékk.“

Mæl­ir ein­dregið með starf­inu

Er blaðamaður spyr hvort þetta sé ekki starf sem hún mæli með að fleiri prófi svar­ar Gígja tví­mæla­laust: „Al­gjör­lega! Um að gera.“ Þá sé mik­ill kost­ur við starfið hversu fjöl­breytt það er. „Í há­set­a­starf­inu erum við að gera all­an fjand­ann, það er eng­inn copy/​paste dag­ur eft­ir dag. Og líka að fara úr þess­ari stöðluðu stelpuímynd er mjög gott. [...] En það er svo­lítið skrýtið að þurfa að vera lengi í burtu í einu, sér­stak­lega þegar ferðirn­ar lengj­ast óvænt og verða fimm vik­ur í stað þriggja. Þá skipt­ir miklu máli að eiga góða að og þar er ég svo sann­ar­lega hepp­in. Ég á frá­bær­an kær­asta og mögnuð börn sem bíða manns heima.“ Eina eft­ir­sjá henn­ar er að hafa ekki farið í starfið tutt­ugu árum fyrr.

Að halda sér í formi getur verið gott hópefli.
Að halda sér í formi get­ur verið gott hópefli. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son

Há­set­inn er kannski óvenju­leg­ur fyr­ir þær sak­ir að búa yfir þekk­ingu sem er ekki al­geng meðal áhafn­ar­meðlima Land­helg­is­gæsl­unn­ar, en hún er lærður jóga­kenn­ari bæði á sviði kundalínijóga og hot jóga. Þekk­ing sem kem­ur að góðum not­um enda hik­ar Gígja ekki við að fá áhöfn­ina með sér í jógaæf­ing­ar um borð.

Áhöfn í stell­ing­um

„Þetta hef­ur gengið lýgi­lega vel. Þeir eru ótrú­lega hlýðin og þægi­leg viðangs­efni, já­kvæðir og opn­ir fyr­ir þessu. Það er oft gam­an hjá okk­ur og við erum að prófa nýja hluti,“ seg­ir Gígja og . Það er samt ekki sjálf­gefið að all­ar jóga­stell­ing­ar henti aðstæðum um borð, að sögn henn­ar. „Það er svo­lítið erfitt að prófa hvað sem er vegna aðstöðu og búnaðar erum við svo­lítið tak­markað hvað við get­um gert. [...] Jafn­væg­is­stell­ing­ar, við erum ekk­ert alltof mikið að taka þær fyr­ir. En við reyn­um ým­is­legt og það end­ar nú bara á því að við hlæj­um yf­ir­leitt,“ út­skýr­ir hún og hlær. Æfing­arn­ar hafa lífgað ræki­lega upp á til­ver­una bæði fyr­ir lík­ama og sál, að sögn Gígju sem seg­ir uppá­tækið ekki hafa mætt nein­um mótþróa af hálfu koll­eg­anna. „Þetta efl­ir líka sam­ver­una og er mjög hópefli hér inn­an­borðs. Og all­ir dug­leg­ir að mæta, hvort sem það eru gömlu stein­gerv­ing­arn­ir eða hinir yngri.“

Spurð hvernig hún lýs­ir and­an­um um borð svar­ar Gígja: „Það er al­veg ynd­is­legt að vera hérna og kem­ur á óvart. Það er pínu eins og að vera á ætt­ar­móti. Það eru all­ar teg­und­ir af frænd­un­um, en þetta er fjöl­skyld­an þín. [...] Það eru all­ir dá­sam­leg­ir á sinn hátt.“

Það er mikilvægt að halda sér í formi.
Það er mik­il­vægt að halda sér í formi. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: