Vorboðinn mættur til Húsavíkur

Jónas Sævarsson var kátur þegar hann tók við rauðmaganum í …
Jónas Sævarsson var kátur þegar hann tók við rauðmaganum í dag. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Eft­ir lang­an og kald­an vet­ur má nú sjá vor­brag við höfn­ina á Húsa­vík. Grá­sleppu­sjó­menn bún­ir að leggja net sín og afla­brögð nokkuð góð.

Hér áður fyrr þótti búhnykk­ur að rauðmag­an­um sem kom í grá­sleppu­net­in hjá Sig­urði Kristjáns­syni en það er af sem áður var. Sig­urður er einn grá­sleppu­sjó­mann­anna sem gera út frá Húsa­vík og hann seg­ir all­an gang á því hvað verði um rauðmag­ann sem hann veiddi.

„Stund­um fer hann á markað en ann­ars reyni ég að gefa hann í soðið en það er nú upp og ofan hvort það tekst,“ sagði Sig­urður. „Þetta er vor­boðinn ljúfi og al­gjört sæl­gæti,“ sagði Jón­as Sæv­ars­son sem tók við fisk­in­um og nokkuð ljóst hvað verður á borðum hjá hon­um í kvöld.

mbl.is