Ástandið eykur áhersluna á sveigjanleika

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, segir áföll til …
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, segir áföll til þess fallin að knýja fram sveigjanlegra viðskiptamódel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr fram­kvæmda­stjóri fiskiðnaðar hjá Mar­el tel­ur sjálf­virkni­væðing­una fá byr und­ir báða vængi á kom­andi miss­er­um. Sam­hliða eru mik­il tæki­færi á þeim mörkuðum sem ekki eru komn­ir á það stig, að sögn henn­ar.

„Við erum alþjóðlegt fyr­ir­tæki og erum að veita heild­ar­lausn­ir fyr­ir fiskiðnaðinn sem er ótrú­lega spenn­andi iðnaður sem er sí­fellt að fær­ast í átt að meiri sjálf­virkni­væðingu. Ég sé fyr­ir mér að við mun­um stíga hröð skref núna eft­ir að fyrstu ró­bóta­lausn­irn­ar eru komn­ar í góða keyrslu hjá mörg­um fram­leiðend­um. Maður sér alltaf hvernig markaður­inn þró­ast, þetta fer hægt af stað en svo allt í einu tek­ur hann kipp,“ seg­ir Guðbjörg Heiða Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fiskiðnaðarsviðs hjá Mar­el.

Skurðvélarnar hafa séð miklar breytingar á síðustu árum.
Skurðvél­arn­ar hafa séð mikl­ar breyt­ing­ar á síðustu árum. Ljós­mynd/​Mar­el

Hún seg­ir að eft­ir að FleX­icut-lausn Mar­el kom á markað fyr­ir um fimm árum hafi farið af stað hröð þróun í sér­hæfðum skurði eft­ir pönt­un­um. Jafn­framt eykst sí­fellt eft­ir­spurn eft­ir aukn­um rekj­an­leika afurða sem tryggja auk­in gæði. Hvað gæði varðar tel­ur Guðbjörg hvít­fisk­inn eiga eft­ir að marka sér skýr­ari spor sem hágæðavara. „Þetta er nátt­úr­lega dá­sam­legt hrá­efni,“ seg­ir hún og vís­ar til þess hvernig lax­inn hef­ur orðið alþjóðlega viður­kennd hágæðavara.

Þá er ástandið sem skap­ast hef­ur vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar lík­legt til þess að ýta enn frek­ar und­ir þessa þróun að mati Guðbjarg­ar. „Þeir sem þegar eru bún­ir að stíga með tærn­ar út í þetta sjá hvaða tæki­færi fel­ast í ró­bót­un­um og hug­búnaðinum munu vilja taka þetta áfram.“

Kall­ar á sveigj­an­leika

Ljóst er að þeir aðilar sem hafa lagt áherslu á vinnslu ferskra afurða til út­flutn­ings eru að ganga í gegn­um erfiðleika, en þær afurðir hafa af mikið ratað í veit­inga­geir­ann og hafa aðgerðir stjórn­valda í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um leitt til þess að veit­inga­hús og hót­el hafa lokað dyr­um. Auk þess hafa stór­ar versl­un­ar­keðjur í Bretlandi eins og Tesco og Sains­bury‘s í Bretlandi lokað fisk­borðum sín­um og hef­ur upp­boðsmarkaði fyr­ir fisk í Grims­by einnig verið einnig verið lokað.

Guðbjörg seg­ir þessa þróun lík­lega til þess að hvetja fyr­ir­tæki, sem hafa ein­blínt á fram­leiðslu ferskra afurða, til þess að sækj­ast eft­ir aukn­um sveigj­an­leika sem myndi gera þeim kleift að beina fram­leiðslunni í það sem skapað geti tekj­ur í breyttu um­hverfi. „Nú eru marg­ir sem vilja skipta úr fersku í frosið. Hafa kannski verið að flytja út fersk­an heil­an fisk eða heil flök og vilja geta unnið fiskin enn frek­ar hér heima. Ég hugsa að það verði meiri spurn eft­ir sveigj­an­leika,. Sum­ir hugsa vænt­an­lega að þeir ætli ekki að lenda í aðstæðum þar sem dreg­ur úr fram­leiðslu vegna þess að starfs­fólk fer í sótt­kví eða að geta ekki skipt milli fram­leiðslu­leiða.“

Þá geta slík skakka­föll ýtt und­ir þróun nýrra lausna sem skapa grund­völl fyr­ir sveigj­an­legra viðskipta­mód­eli, seg­ir hún. „Sam­talið verður oft til í kjöl­far áfalla. Þegar gengið er í gegn­um krísu koma upp ákveðnar spurn­ing­ar og sumt sem hef­ur kannski tekið lang­an tíma að koma í fram­kvæmd, það fer í miklu hraðskreiðara ákvörðun­ar­ferli.“

Vélarnar taka sífellt við fleiri verkefnum.
Vél­arn­ar taka sí­fellt við fleiri verk­efn­um. Ljós­mynd/​Mar­el

Heima­markaður­inn tíu árum á und­an

Spurð hvernig mál­in standa á ný­mörkuðum seg­ir Guðbjörg þá vilja lausn­ir eins og minni flokk­ara, ein­fald­ari lín­ur og lausn­ir sem að eyk­ur af­köst­in. „Um leið og fyr­ir­tæki eru búin að stíga þessi skref þá kem­ur hitt í kjöl­farið. „Það er mjög áhuga­vert að sjá hvernig eldis­hvít­fisk­ur­inn er að þró­ast. Þar eru tæki­færi til þess að koma með ein­fald­ari tæki, sem þegar eru til, inn á ný­markaði. Þar hef­ur vinnu­aflið oft verið ódýr­ara, en þegar það þarf að auka magn í gegn­um vinnsl­una er ein­falt að koma upp tækj­um sem hafa verið lengi á öðrum mörkuðum,“ seg­ir Guðbjörg og bend­ir á Suður-Am­er­íku, Asíu og Afr­íku.

Þrátt fyr­ir auk­in um­svif Mar­el á alþjóðleg­um mörkuðum á und­an­förnu tel­ur Guðbjörg mik­il­vægt að viðhalda góðu og nánu sam­starfi við viðskipta­vini á heima­markaðnum. „Heima­markaður­inn býður upp á enda­laus tæki­færi til þess að vera í nánu sam­starfi í ný­sköp­un og vera þannig tíu árum á und­an öll­um öðrum mörkuðum, enda eru aðilar hér mjög fljót­ir að nýta sér nýj­ustu tækni­lausn­ir og til í að taka þátt í vöruþróun og ný­sköp­un í sam­starfi við okk­ur. Þetta er virðis­sköp­un sem er ótrú­lega gam­an að taka þátt í.

Öflug ný­sköp­un

Hug­búnaður mun sí­fellt skipta meira máli enda eru tæki í aukn­um mæli sam­tengd inn á eitt kerfi og þurfa að getað talað sam­an, auk þess sem stjórn­un tækj­anna verður sí­fellt tækni­vædd­ari, að sögn Guðbjarg­ar. Þá sé mik­il­vægt að vera í sam­starfi um ný­sköp­un inn­an­lands og bend­ir meðal ann­ars á að fyr­ir­tækið hef­ur verið í sam­starfi við Há­skól­ann í Reykja­vík um þróun á sviði gervi­greind­ar.

Ljós­mynd/​Mar­el

„Ný­sköp­un­ar­um­hverfið á Íslandi er að verða mjög öfl­ugt og klár­lega þarf að styðja við frek­ari ný­sköp­un, það græða all­ir á auk­inni þekk­ingu,“ svar­ar hún spurð hvort þurfi að styðja við bætt­ar aðstæður til ný­sköp­un­ar á Íslandi. Jafn­framt þurfi að stuðla að því að er­lend­ir aðilar með sér­hæfða þekk­ingu sækj­ast eft­ir því að starfa á Íslandi.

Tæki­færi með sýnd­ar­veru­leika

Mar­el hef­ur þegar hafið nýt­ingu nýrr­ar tækni til þess að miðla upp­lýs­ing­um til viðskipta­vina, að sögn Guðbjarg­ar. „Það er ótrú­leg framþróun á sviði sýnd­ar­veru­leika sem opn­ar á meiri skiln­ing á hvernig sé unnið með hrá­efnið,“ út­skýr­ir hún og bæt­ir við að viðskipta­vin­ir Mar­els geta séð sín­ar eig­in vinnsl­ur í sýnd­ar­veru­leika og skoðað hvaða tæki­færi eru til úr­bóta. „Eitt er að sjá ein­hver gögn í excel-skjali, annað er að horfa á það á skján­um í sýnd­ar­veru­leika. Þá eykst skiln­ing­ur­inn svo svaka­lega.“ Þá er einnig kost­ur að hægt er að nýta slíka tækni þvert á landa­mæri og er hægt að miðla upp­lýs­ing­um með þess­ari tækni í raun hvert sem er.

Dæmi eru um að Mar­el hafi nýtt sýnd­ar­veru­leika í sam­skipt­um við viðskipta­vini hér á landi. Brim hf. und­ir­ritaði samn­ing við Mar­el í októ­ber á síðasta ári um upp­setn­ingu á há­tækni vinnslu­búnaði og hug­búnaði fyr­ir hvít­fisk­vinnslu sem sagt hef­ur verið gera aðstöðu fé­lags­ins á Norðurg­arði í Reykja­vík að full­komn­ustu vinnslu­stöð fyr­ir bol­fisk á heimsvísu. Áður en gengið var til samn­inga kynnti Mar­el lausn­ina fyr­ir stjórn­end­um Brim í sýnd­ar­veru­leika, auk þess sem gert var ráð fyr­ir að þjálf­un starfs­manna færi fram í gegn­um sýnd­ar­veru­leika þannig að starfs­fólk Brims mun geta starf­rækt búnaðinn frá Mar­el frá fyrsta degi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: