Beint: Heimurinn saman heima

Tónlistarkonan Lady Gaga hafði frumkvæðið að skipulagningu tónleikanna, sem einhver …
Tónlistarkonan Lady Gaga hafði frumkvæðið að skipulagningu tónleikanna, sem einhver kynni að kalla Live Aid okkar kynslóðar. AFP

Á miðnætti í kvöld að ís­lensk­um tíma hefjast tón­leik­arn­ir One World Toget­her at Home, sem þýða mætti eins og land­lækn­ir Heim­ur­inn sam­an heima. Um er að ræða styrkt­ar­tón­leika á veg­um góðgerðarfé­lags­ins Global Cit­izen í sam­starfi við Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ina. Upp­hit­un­arþátt­ur hefst klukk­an 18. 

Fjöldi heimsþekktra tón­list­ar­manna stíg­ur á stokk, Roll­ing Stones, Elt­on John, Paul McCart­ney, Stevie Wond­er, Alicia Keys, Andrea Bocelli, Lady Gaga, Sam Smith, The Killers, Tayl­or Swift, J Bal­vin og Us­her.

Þokkalegasta dagskrá.
Þokka­leg­asta dag­skrá. Ljós­mynd/​Global Cit­izens

Kynn­ar á tón­leik­un­um verða spjallþátta­stjórn­end­urn­ir Jimmy Fall­in, Jimmy Kimmel og Stephen Col­bert. Hægt er að horfa á tón­leik­ana á ýms­um sjón­varps­stöðvum um all­an heim, Face­book, Youtu­be og Twitter, og að sjálf­sögðu hér á mbl.is.

Tón­leik­arn­ir sjálf­ir hefjast sem fyrr seg­ir á miðnætti, en nokk­urs kon­ar upp­hit­un­arþátt­ur hefst klukk­an 18 að ís­lensk­um tíma.

Sir Paul McCartney, einn fjölmargra sem munu koma fram.
Sir Paul McCart­ney, einn fjöl­margra sem munu koma fram. AFP
mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman