Á miðnætti í kvöld að íslenskum tíma hefjast tónleikarnir One World Together at Home, sem þýða mætti eins og landlæknir Heimurinn saman heima. Um er að ræða styrktartónleika á vegum góðgerðarfélagsins Global Citizen í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. Upphitunarþáttur hefst klukkan 18.
Fjöldi heimsþekktra tónlistarmanna stígur á stokk, Rolling Stones, Elton John, Paul McCartney, Stevie Wonder, Alicia Keys, Andrea Bocelli, Lady Gaga, Sam Smith, The Killers, Taylor Swift, J Balvin og Usher.
Kynnar á tónleikunum verða spjallþáttastjórnendurnir Jimmy Fallin, Jimmy Kimmel og Stephen Colbert. Hægt er að horfa á tónleikana á ýmsum sjónvarpsstöðvum um allan heim, Facebook, Youtube og Twitter, og að sjálfsögðu hér á mbl.is.
Tónleikarnir sjálfir hefjast sem fyrr segir á miðnætti, en nokkurs konar upphitunarþáttur hefst klukkan 18 að íslenskum tíma.
Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.