Arna Björk Kristinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem berst við krabbamein.
Sæl.
Ég vildi kanna hjá þér hvort þú hefðir einhver ráð fyrir mig, þannig er að ég er með krabbamein i sogæðakerfinu. Ég er því með útbrot þar sem krabbameinið er, tengist brjóstakrabbameini. Útbrotin stækka eftir því hvar krabbameinið er og minnka aftur þegar lyfin virka. Það fylgir mikill kláði og vanlíðan í húðinni. Er með ofnæmistöflur sem slá á einhvern kláða og hef borið á mig Græði frá Sóleyju og olíu frá Now og castor oil, þessi krem virka aðeins á kláðann. Er eitthvað sem þér dettur í hug að nota til að minnka kláðann?
Sæl.
Þetta er eitthvað sem þarf að skoða af húðlækni og finna viðeigandi meðferð. Endilega pantaðu þér tíma á húðlæknastofu.
Bestu kveðjur,
Arna Björk Kristinsdóttir húðlæknir.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Örnu Björk spurningu HÉR.