„Það er búin að vera svaka góð veiði hjá okkur,“ segir Kristján Birkisson, háseti á Breka VE 61, sem tók flottar myndir af starfi sjómannanna um borð enda nóg að gera þegar vel fiskast. „Þetta var eitt af mörgum hífoppum sem við höfum átt núna í byrjun apríl. Höfum verið sunnan við Eyjar núna fyrir hrygningarstoppið.“
Skemmtilegt myndefni eða frásagnir sem tengjast sjónum má senda á 200milur@mbl.is