Sjálfsagt að leita réttar í makríldeilu

Útgerðir töldu brotið á rétti sínum við úthlutun makrílkvóta.
Útgerðir töldu brotið á rétti sínum við úthlutun makrílkvóta. mbl.is/Árni Sæberg

„Við lif­um eins og all­ir vita í rétt­ar­ríki. Ef ein­hver brýt­ur lög, sem í þessu til­felli var ríkið, er ekk­ert sjálf­sagðara en að leita rétt­ar síns,“ seg­ir Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar.

Til­efnið er sú ákvörðun Loðnu­vinnsl­unn­ar og fjög­urra annarra út­gerða að falla frá mál­sókn á hend­ur ís­lenska rík­inu vegna þess hvernig staðið var að út­hlut­un afla­heim­ilda á mak­ríl árin 2011-14.

„Frum­kvöðlar sköpuðu þjóðinni þenn­an kvóta. Jón Bjarna­son [þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra (2009-2011)] ákveður hins veg­ar að dreifa mak­ríl­kvót­an­um á frysti­tog­ara, ís­fisk­tog­ara og smá­báta. Við það urðu frum­kvöðlarn­ir flest­ir af tekj­um. Þess vegna fóru Hug­inn og Ísfé­lagið í mál gegn rík­inu og unnu það,“ seg­ir Friðrik Mar.

Vís­ar hann þar til tveggja dóma Hæsta­rétt­ar í des­em­ber 2018 í mál­um 508/​9 2017.

Ríkið dæmt skaðabóta­skylt

Hæstirétt­ur dæmdi þar ís­lenska ríkið skaðabóta­skylt gagn­vart Hug­in og Ísfé­lagi Vest­manna­eyja. Með því sneri Hæstirétt­ur við sýknu­dóm­um Héraðsdóms Reykja­vík­ur.

Til upp­rifj­un­ar höfðu út­gerðirn­ar kraf­ist viður­kenn­ing­ar á skaðabóta­skyldu vegna fjár­tjóns sem þær töldu sig hafa orðið fyr­ir. Það er að segja með því að fiski­skip­um þeirra hefði á grund­velli reglu­gerða verið út­hlutað minni afla­heim­ild­um í mak­ríl árin 2011 til 2014 en skylt hefði verið sam­kvæmt lög­um nr. 116/​2006 um stjórn fisk­veiða og lög­um nr. 151/​1996 um fisk­veiðar utan lög­sögu Íslands.

Í dóm­um Hæsta­rétt­ar var rifjað upp að með reglu­gerðum þeim, sem ráðherra setti um mak­ríl­veiðar ís­lenskra skipa inn­an og utan ís­lenskr­ar lög­sögu á ár­un­um 2008 til 2014, hafi í skiln­ingi 2. mgr. 5. gr. laga nr. 151/​1996 verið tek­in ákvörðun um að tak­marka heild­arafla úr mak­ríl­stofn­in­um. Hins veg­ar hafi verið skylt að út­hluta kvót­an­um í sam­ræmi við veiðireynslu en þá er miðað við þrjú bestu veiðitíma­bil á und­an­gengn­um sex veiðitíma­bil­um.

Friðrik Mar rifjar upp að auk þess sem fram kom í dóm­um Hæsta­rétt­ar hafi umboðsmaður Alþing­is fundið að embætt­is­færsl­um Jóns Bjarna­son­ar við út­hlut­un mak­ríl­kvót­ans.

Lá fyr­ir í fyrra­sum­ar

Eft­ir dóm­ana hafi sjö út­gerðir, þ.e. Eskja, Gjög­ur, Hug­inn, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Loðnu­vinnsl­an, Skinn­ey-Þinga­nes og Vinnslu­stöðin farið að út­búa stefn­ur sem hafi legið fyr­ir í júní í fyrra. Þær hafi í stefn­un­um gert ýtr­ustu kröf­ur en venju sam­kvæmt komi mats­menn og aðrir úr­sk­urðaraðilar að mál­um á síðari stig­um. Kröf­ur fé­lag­anna náðu ann­ars veg­ar til ár­anna 2011-2014, sem fjallað var um í áður­nefnd­um dóm­um Hæsta­rétt­ar, og hins veg­ar tíma­bils­ins 2015-2018. Þetta kem­ur fram í svari Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra vegna fyr­ir­spurn­ar á þingi. Með gildis­töku laga 46/​2019 var út­hlutað mak­ríl­kvóta á grund­velli veiðireynslu.

Hefði tekið þrjú til fjög­ur ár

„Þetta er lang­ur fer­ill. Það má ætla að þetta hefði tekið þrjú til fjög­ur ár. Fyr­ir­tak­an hefði mögu­lega orðið í haust,“ seg­ir Friðrik Mar.

„Menn fóru að hugsa sig um í hörm­ung­un­um sem nú ganga yfir þjóðina. Það er orðið ljóst að það verður mikið at­vinnu­leysi og rík­is­sjóður þarf að taka hressi­lega á,“ seg­ir Friðrik Mar. Það hafi síðan verið ákvörðun stjórna fimm út­gerða af sjö, sem komu að þess­um máls­höfðunum, að falla frá kröf­um á hend­ur rík­inu. Sú ákvörðun Loðnu­vinnsl­unn­ar hafi legið fyr­ir eft­ir páska.

„Menn fóru að ræða sam­an. Niðurstaðan var að í stað þess að hvert og eitt fé­lag myndi til­kynna þetta skyldu þau standa sam­eig­in­lega að til­kynn­ingu. Hafa Eskja, Gjög­ur, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Loðnu­vinnsl­an og Skinn­ey-Þinga­nes því sam­eig­in­lega til­kynnt ákvörðum um að falla frá mál­sókn­inni.“

Friðrik Mar seg­ir aðspurður að stjórn­má­laum­ræðan hafi ekki haft áhrif á niður­stöðuna.

„Hún hef­ur ekki mik­il áhrif á mann. Hún er ansi oft út og suður,“ seg­ir Friðrik Mar. Að sama skapi hafi borið á rang­færsl­um í fjöl­miðlum um aðdrag­anda ákv­arðana stjórna þess­ara fimm fé­laga, þar á meðal því hvernig staðið var að til­kynn­ing­unni á miðviku­dag­inn var um að falla frá mál­sókn­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: