Flökunarhnífurinn hefur vikið fyrir spjaldtölvunni

Að sögn Ásdísar hefur þróunin verið þannig að ekki er …
Að sögn Ásdísar hefur þróunin verið þannig að ekki er lengur hlaupið fyrir hvern sem er að fá gott starf í sjávarútvegi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Starf Fisk­tækni­skóla Íslands hef­ur verið í örri þróun allt frá stofn­un og er þar stöðugt leitað leiða til að auka náms­fram­boðið í takt við ósk­ir nem­enda og þarf­ir at­vinnu­lífs­ins. Und­ir­bún­ings­fé­lag um fisk­tækni­nám var stofnað form­lega hinn 16. mars 2009 eft­ir þriggja ára und­ir­bún­ing en fé­lagið er í eigu Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um, Grinda­vík­ur­bæj­ar, fræðsluaðila á Suður­nesj­um auk stétt­ar­fé­laga og fyr­ir­tækja í út­gerð og fisk­vinnslu. Til­rauna­kennsla í sjáv­ar­út­veg­stengd­um grein­um fyr­ir ungt at­vinnu­laust fólk á Suður­nesj­um hófst árið 2009 og var það gert í sam­starfi við Vinnu­mála­stofn­un. Skól­inn fékk form­legt leyfi sem fram­halds­skóli 2012 og hef­ur starf­sem­in farið vax­andi síðan.

Ásdís Páls­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Fis­tækni­skól­an­um, út­skýr­ir hvernig námið er upp­byggt: „Meg­in­námið er tveggja ára grun­nám þar sem skipt­ast á bók­leg­ar og verk­leg­ar ann­ir og nem­end­ur læra bæði kjarna­fög á fram­halds­skóla­stigi og sér­fög tengd sjáv­ar­út­vegi. Á þriðja ári skipt­ist námið síðan í nokkr­ar sér­braut­ir sem kennd­ar eru í sam­vinnu við Mat­væla­skóla Sýn­is, Mar­el, Há­skól­ann á Hól­um og ýmis fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi. Eru þrjár braut­ir í boði í augna­blik­inu: fisk­eldi, gæðastjórn­un og Mar­el vinnslu­tækni.“

Nemendur skólans í vettvangsferð. Verklega námið veitir góðan skilning á …
Nem­end­ur skól­ans í vett­vangs­ferð. Verk­lega námið veit­ir góðan skiln­ing á starf­semi fjöl­breyttra fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Grun­námið er upp­lagt fyr­ir þá sem skort­ir mennt­un á fram­halds­skóla­stigi og hægt að bæta við það nám til að ljúka stúd­ents­prófi. Sér­braut­irn­ar eru opn­ar öll­um sem full­nægja kröf­um skól­ans og seg­ir Ásdís að marg­ir sjái þetta stutta en hnit­miðaða viðbót­ar­nám sem góða leið til að styrkja stöðu sína á vinnu­markaði. „Sér­námið nýt­ist ekki bara þeim sem vinna hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um og höf­um við t.d. fengið til okk­ar nem­end­ur í gæðastjórn­un­ar­námið sem ganga í störf í hót­el- eða veit­inga­geira, kjöt- eða mat­væla­geira eða hvar sem mat­væli koma við sögu og miklu skipt­ir að rétt sé staðið að gæða- og ör­ygg­is­mál­um,“ út­skýr­ir Ásdís. Hún minn­ir á að það eigi við um marga sem hafa áhuga á að mennta sig hjá Fisk­tækni­skól­an­um að þeir geta stytt náms­tím­ann með raun­færni­mati, en frá ár­inu 2015 hafa um 460 manns hafa fengið raun­færni­mat í gegn­um Fisk­tækni­skól­ann. Skól­inn er til húsa í Grinda­vík og hægt að sinna nám­inu ým­ist í skóla­stofu eða í gegn­um fjar­kennslu­búnað, og þá ým­ist að nem­end­ur geta verið við tölv­una heima hjá sér eða nýtt aðstöðuna hjá fræðslu­setr­um um allt land.

Greiðir leiðina að góðum störf­um

Ánægju­legt er að sjá hve mik­ill áhugi er á nám­inu og seg­ir Ásdís að nem­end­urn­ir sjái bæði hve mörg góð at­vinnu­tæki­færi bíða þeirra í bláa hag­kerf­inu, en einnig að störf­in í sjáv­ar­út­vegi eru að breyt­ast og kalla á aukna mennt­un og sér­hæf­ingu. „Sá búnaður sem notaður er í grein­inni er orðinn svo full­kom­inn að grein­in ger­ir í vax­andi mæli þá kröfu til starfs­fólks að það hafi ágæt­is tækni­leg­an grunn, og hef­ur flök­un­ar­hníf­ur­inn vikið fyr­ir spjald­tölv­unni.“

Þá hef­ur komið í ljós að nám hjá Fisk­tækni­skól­an­um opn­ar fólki dyr inn­an grein­ar­inn­ar. Seg­ir Ásdís að nú til dags sé ekki endi­lega að því hlaupið fyr­ir ófag­lærða og óreynda að fá störf í sjáv­ar­út­vegi eða fisk­eldi en í gegn­um námið hjá Fisk­tækni­skól­an­um – og ekki síst í gegn­um fag­legu kennsl­una – eru nem­end­ur Fisk­tækni­skól­ans að ná ágæt­is fót­festu í grein­inni og al­gengt að þeirra bíði freist­andi at­vinnu­til­boð við út­skrift. „Verk­legi hlut­inn er ekki launaður, enda um eig­in­legt nám að ræða, og á fyrstu önn­inni felst verk­námið einkum í að heim­sækja fyr­ir­tæki og öðlast góðan skiln­ing á hvernig þau starfa. Á seinni verk­legu önn­inni fá nem­end­urn­ir að sýna bet­ur hvað í þeim býr og oft að fyr­ir­tæk­in sem hafa nem­end­urna hjá sér í starfs­námi fal­ast eft­ir að ráða þá til vinnu.“

Fjöl­hæf­ir starfs­kraft­ar

Nú er unnið að því að bæta við tveim­ur nýj­um sér­braut­um svo að í heild­ina verða sjö braut­ir í boði. Ann­ars veg­ar er um að ræða vinnslu­tækni­braut, sem hef­ur það að mark­miði að þjálfa fólk til starfa við viðhald og still­ing­ar á mis­mun­andi fisk­vinnslu­vél­um, svo sem haus­ara-, flök­un­ar- og roðvél­ar. „Þessi braut er góð viðbót við náms­braut okk­ar í Mar­el-vinnslu­tækni – enda mikl­ar breyt­ing­ar nú í vinnslu til að mæta auk­un­um kröf­um fyr­ir­tækja um nýt­ingu sjáv­ar­af­urða,“ seg­ir Ásdís. „Hins veg­ar er náms­braut þróuð í sam­vinnu við Sjáv­ar­klas­ann þar sem nem­end­ur fá góðan grunn fyr­ir sjáv­ar­út­veg­stengda ný­sköp­un.“

Fisk­vinnslu­véla-braut­in ætti að gera nem­end­ur að mjög fjöl­hæf­um og eft­ir­sókn­ar­verðum starfs­kröft­um bæði á sjó og landi, en ný­sköp­un­ar-braut­in und­ir­býr nem­end­ur fyr­ir þær áskor­an­ir sem fylgja ný­sköp­un og stofn­un sprota­fyr­ir­tækja. Ásdís minn­ir á að sér­braut­irn­ar séu opn­ar bæði þeim sem hafa lokið grunn­námi fisk­tækni­skól­ans og eins þeim sem hafa menntað sig ann­ars staðar eða eiga að baki starfs­fer­il í sjáv­ar­út­vegi. „Ný­sköp­un­ar­námið get­ur hentað þess­um hópi vel og veit­ir þeim m.a. góða yf­ir­sýn yfir fyr­ir­tækja­rekst­ur og þau mörgu svið sem að frum­kvöðull þarf að kunna skil á.“

Sérbrautir Fisktækniskólans þykja vera hnitmiðað og hagnýtt viðbótarnám.
Sér­braut­ir Fisk­tækni­skól­ans þykja vera hnit­miðað og hag­nýtt viðbót­ar­nám.

Spurð hversu krefj­andi námið er seg­ir Ásdís að fyrsta og annað árið í grun­námi Fisk­tækni­skól­ans sé sam­bæri­legt við fyrsta og ann­ars árs nám í fram­halds­skóla og smám sam­an auk­ist kröf­urn­ar um að nem­end­ur skipu­leggi nám sitt vel og til­einki sér sjálf­stæð vinnu­brögð. „Þegar komið er á þriðja ár aukast kröf­urn­ar enn frek­ar, rétt eins og í stúd­ents­námi, og brýnt að nem­end­ur hafi tamið sér skil­virkni og aga.“

Ýmiss kon­ar stuðning­ur er í boði og nefn­ir Ásdís m.a. að Fisk­tækni­skól­inn búi svo vel að hafa stoðkenn­ara sem er pólsku­mæl­andi, og er til taks fyr­ir þá nem­end­ur sem eru af pólsk­um upp­runa og hafa ekki enn náð mjög góðu valdi á ís­lensk­unni. „Al­mennt eiga þess­ir nem­end­ur ekki í mikl­um vanda með námið en það eru nokkr­ir ís­lensku­áfang­ar í grun­nám­inu sem þeim gætu þótt krefj­andi og hjálp­ar stoðkenn­ar­inn þeim að ráða bet­ur við náms­efnið.“

Búið í hag­inn fyr­ir fjórðu iðnbylt­ing­una

Ásdís seg­ir að hraðinn í tækniþróun fisk­vinnsl­unn­ar hafi verið áber­andi mik­ill síðustu fimm árin og áhugi sé bæði hjá vinnsl­un­um og tæknifyr­ir­tækj­un­um á því að til verði náms­braut­ir, þar sem fisk­vinnslu­starfs­menn geti sótt sér aukna þekk­ingu á dag­legri vinnu með tækja­búnaðinn.

„Það vilja all­ir að starfs­menn í vinnsl­un­um kunni á nýj­ustu tæk­in og tól­in og geti sem best nýtt mögu­leika þeirra. Tækn­in er að skila okk­ur auk­inni nýt­ingu, aukn­um gæðum afurða og þannig mætti áfram telja. Meiri þekk­ing starfs­manna á tækn­inni er því allra hag­ur. En svo má ekki horfa fram­hjá því að með auk­inni tækni í fisk­vinnsl­unni hef­ur áhugi ungs fólsk á grein­inni auk­ist. Fjórða iðnbylt­ing­in er tæki­færi fyr­ir ungt og menntað fólk. Við erum á spenn­andi tíma­punkti fyr­ir fisk­vinnsl­una,“ seg­ir Ásdís.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: