Vinnslustöðin heldur skaðabótakröfu til streitu

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um mun ekki falla frá skaðabóta­kröfu sinni á hend­ur rík­inu vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta. Frá þessu greindi Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Hæstirétt­ur hef­ur viður­kennt bóta­skyldu ís­lenska rík­is­ins vegna út­hlut­un­ar afla­heim­ilda á mak­ríl á ár­un­um 2011 til 2014, þar sem dóm­ur­inn komst að þeirri niður­stöðu að ekki hefði verið fylgt regl­um sem kveða á um að miða skuli út­deil­ingu við veiðireynslu. 

Sjö út­gerðarfé­lög stefndu rík­inu í kjöl­farið til greiðslu skaðabóta og gerðu sam­eig­in­lega kröfu upp á um 10,2 millj­arða króna. Fimm af fé­lög­un­um sjö greindu í síðustu viku frá því að þau hefðu fallið frá kröf­unni, en stuttu áður hafði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hvatt fé­lög­in til þess, og Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hótað því að komi til skaðabóta­greiðslna skuli þær greidd­ar úr vasa út­gerðar­inn­ar, vænt­an­lega með hærra veiðigjaldi. Eft­ir standa tvær, Hug­inn og Vinnslu­stöðin.

Í viðtal­inu á Sprengisandi sagði Sig­ur­geir að hann væri af­skap­lega feg­inn að vera ekki í hópi þeirra út­gerða sem drógu mál­sókn til baka. „Það er eng­in laun­ung á því að Ísfé­lags­menn sögðu okk­ur ekki satt þegar þeir kynntu hvað þeir ætluðu að gera,“ seg­ir Sig­ur­geir, en seg­ist ekki vilja fara nán­ar út í það.

Frétt­in var upp­færð klukk­an 14:44

mbl.is

Bloggað um frétt­ina