„Það er alltaf eitthvað óvænt sem kemur upp“

Jóhanna Rósa Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Strong Wear, segir miklar áskoranir vera …
Jóhanna Rósa Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Strong Wear, segir miklar áskoranir vera í rekstri fyrirtækisins, en að það sé engu að síður gaman að vera í framlínunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það verður ekki hjá því kom­ist að í krefj­andi aðstæðum þurfa starfs­menn að vera vel bún­ir og þegar grein verður jafn fyr­ir­ferðar­mik­il í hag­kerf­inu og sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki skap­ist grund­völl­ur fyr­ir tengd­an rekst­ur.

„Stefnt er að því að fyr­ir­tækið komi með nýj­an vett­ling á markað í haust, en var­an átti að rata á markað í sum­ar en vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar hafa orðið nokkr­ar taf­ir á verk­efn­inu, að sögn Jó­hönnu Rósu, fram­kvæmda­stjóra Strongwe­ar.

En það er ekki bara kór­ónu- veir­an sem trufl­ar. Í fyrra brann hús­næði dreif­ing­araðilans og hafa systkin­in ekki mætt þeirri áskor­un með hang­andi hendi og hafa fengið ann­an aðila til þess að dreifa vör­um fyr­ir­tæk­is­ins auk þess sem þau sinna því verki sjálf að hluta. „Þetta er greini­lega markaður sem er sí­breyti­leg­ur,“ seg­ir Jó­hanna Rósa og hlær. Hún bæt­ir við að hún hafi ekki bú­ist við því að það gætu orðið stór áföll og vís­ar til kór­ónu­veirunn­ar 2020, brun­ans 2019 og sjó­manna­verk­falls­ins 2017. „Það er alltaf eitt­hvað óvænt sem kem­ur upp.“

Áskor­an­ir víða

Hins veg­ar get­ur orðið lán í óláni og hef­ur eft­ir­spurn eft­ir einnota hönsk­um auk­ist mikið á und­an­förn­um dög­um og vik­um sem styrkt hef­ur söl­una og er lag­er­inn orðinn tóm­ur. „Eft­ir­spurn­in er mik­il,“ seg­ir Jó­hanna Rósa, en fyr­ir­tækið fær gríðarleg­an fjölda fyr­ir­spurna vegna einnota hanska og sem bet­ur fer sé send­ing á leiðinni.

Þegar litið er fram á við blas­ir önn­ur áskor­un við og það er auk­in eft­ir­spurn eft­ir einnota hönsk­um á heimsvísu, sér­stak­lega í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Þessi aukn­ing veld­ur því að erfitt get­ur verið að stækka pant­an­ir þar sem fram­leiðslan sé í há­marki alls staðar, auk þess sem taf­ir á af­hend­ingu hafa orðið vegna áhrifa veirunn­ar í þeim lönd­um sem fram­leiðsla fer fram í. Sam­hliða því að eft­ir­spurn eft­ir hrá­efn­inu hef­ur auk­ist, hef­ur hrá­efn­is­kostnaður hækkað og gengi krón­unn­ar fallið.

Erfitt er að stækka pantanir þegar skortur er á hráefni.
Erfitt er að stækka pant­an­ir þegar skort­ur er á hrá­efni. Ljós­mynd/​Strongwe­ar

Jó­hanna Rósa seg­ir mik­il­vægt í þess­um kring­um­stæðum að vera með stóra viðskipta­vini sem standa við bakið á fyr­ir­tæk­inu. Það er ákveðin sam­fé­lags­leg ábyrgð fólg­in í því að stærri fyr­ir­tæki haldi áfram að vera í viðskipt­um við smærri fyr­ir­tæki þannig að sam­keppni sé haldið við og smærri fyr­ir­tæki lifi af. Hún bæt­ir við að fyr­ir­tækið þeirra, Strongwe­ar, leggi mikið upp úr að bjóða hágæða vöru á sann­gjörnu verði.

Vak­andi fyr­ir tæki­fær­um

Þá er ekki síður mik­il­vægt að vera með sveigj­an­leg­an kúnna­hóp og þótt sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé und­ir­staðan sé einnig að finna viðskipta­vini Strongwe­ar inn­an land­bún­ar, bygg­ing­ar- og lyfjaiðnaðar og bif­véla­verk­stæða, svo fátt sé nefnt.

Mik­il tækni­væðing hef­ur átt sér stað inn­an sjáv­ar­út­vegs á und­an- förn­um árum sem hef­ur meðal ann­ars falið í sér fækk­un starfa. „Það er ekki endi­lega góð þróun fyr­ir okk­ur, en maður verður að líta á allt sem tæki­færi og vera vak­andi fyr­ir breyt­ing­um á markaði,“ seg­ir Jó­hanna Rósa sem bæt­ir við að aukn­ar kröf­ur um gæði í sjáv­ar­út­vegi skapi grund­völl fyr­ir aukn­ar kröf­ur til þess búnaðar sem nýtt­ur er í þeim störf­um sem eru í grein­inni, þar á meðal vett­linga og ann­ars hlífðarbúnaðar. „Við höf­um valið að bjóða fyrst og fremst upp á framúrsk­ar­andi gæði í sam­vinnu við sterka fram­leiðend­ur.“

Þegar ekki duga vettlingatökun þarf að hafa góða vettlinga.
Þegar ekki duga vett­linga­tök­un þarf að hafa góða vett­linga. Ljós­mynd/​Strongwe­ar

„Það eru for­rétt­indi að vera í eig­in at­vinnu­rekstri en því fylg­ir líka ábyrgð og í því sam­hengi höf­um við verið að kanna hvað við í Strongwe­ar get­um lagt af mörk­um varðandi sjálf­bæra þróun. Það sem ligg­ur bein­ast við er að byrja á því að skoða kol­efn­is­sporið, hvaðan erum við að kaupa vör­una og hvar get­um við gert bet­ur í því sem við erum að gera. Þótt við séum lít­il get­ur maður alltaf sagt að það sem við þó ger­um tel­ur,“ út­skýr­ir hún.

Gam­an að vera í fram­lín­unni

Spurð um framtíðina svar­ar Jó­hanna Rósa skýrt að mark­miðið sé að styrkja Strongwe­ar-vörumerkið, auka markaðshlut­deild­ina og vöru­fram­boðið. „Eitt sem er á döf­inni er nýir vett­ling­ar sem við telj­um að muni hjálpa okk­ur í því enda eru þeir létt­ari og lipr­ari en þeir sem eru nú þegar á markaðnum, enda skipta þæg­indi miklu máli og þá sér­stak­lega fyr­ir sjó­menn sem oft á tíðum vinna lang­ar vakt­ir við erfiðar aðstæður. Þá verði gæði og þæg­indi að spila sam­an til að tryggja ör­yggi þeirra.“

Hvað varðar að starfa með bróður sín­um seg­ir Jó­hanna Rósa sam­starfið hafa gengið mjög vel. „Við erum náin og köst­um hug­mynd­um mikið á milli okk­ar enda erum við með Strongwe­ar í sí­felldri end­ur­skoðun um hvað megi bet­ur fara. Við skipt­um á milli okk­ar verk­um en get­um þó gengið í öll verk, sem ger­ir dag­inn fjöl­breytt­an, lif­andi og skemmti­leg­an. Það er gam­an og gef­andi að geta verið líka í fram­lín­unni og fundið hvað það er sem viðskipta­vin­ur­inn leit­ar eft­ir enda erum við hér til að þjón­usta viðskipta­vini Strongwe­ar og leggj­um við mikið upp úr að veita þeim okk­ar allra bestu þjón­ustu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: