Asía brást skjótt við á meðan Bretar sváfu

Starfsfólk þessa stórfyrirtækis í Seúl í Suður-Kóreu sést hér borða …
Starfsfólk þessa stórfyrirtækis í Seúl í Suður-Kóreu sést hér borða hádegismat á bak við hlífðargler í mötuneytinu. AFP

Breskir fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað mjög um útbreiðslu kórónuveiru þar í landi og meðal annars borið aðgerðir breskra stjórnvalda til að hefta útbreiðslu smits saman við aðgerðir Asíuríkja. Breski miðillinn The Telegraph er einn þeirra og segir hann aðgerðir Breta litast af þeirri afstöðu að ekki sé með góðu móti hægt að stöðva útbreiðslu nýs víruss. Á sama tíma setja Asíuríki alla áherslu á að ná utan um vandann snemma í von um að draga úr dauðsföllum innan sinna landamæra.

Á meðan flestum ríkjum Suðaustur-Asíu hefur tekist að halda samfélagi sínu gangandi, fyrirtækjum í rekstri og dauðsföllum niðri ríkir neyðarástand á Bretlandseyjum með umfangsmiklum lokunum og miklu mannfalli. Til að skilja hvers vegna þessi mikli munur er uppi er nauðsynlegt að líta til þeirra ólíku aðgerða sem gripið hefur verið til í yfirstandandi faraldri kórónuveiru. 

mbl.is