Einum og hálfum degi á undan áætlun

Haraldur Ingólfsson lagði upp með það að hlaupa 310 kílómetra …
Haraldur Ingólfsson lagði upp með það að hlaupa 310 kílómetra í Apríl. Ljósmynd/Páll

Ak­ur­eyr­ing­ur­inn Har­ald­ur Ing­ólfs­son ákvað í lok mars að hlaupa 310 kíló­metra í apr­íl­mánuði til styrkt­ar úr­vals­deild­arliði Þórs/​​KA og liði Hamr­anna sem leik­ur í 2. deild­inni í fót­bolta. Verk­efnið sem heit­ir „Halli hleyp­ur apríl“ hef­ur gengið von­um fram­ar og er hann nú ein­um og hálf­um degi á und­an áætl­un í hlaupi sínu.

Áætl­un Har­ald­ar gerði ráð fyr­ir 12 kíló­metr­um að meðaltali á dag, sex daga vik­unn­ar, en á sjö­unda degi vik­unn­ar stóð til að taka frí. Har­ald­ur á nú 77 kíló­metra eft­ir af þeim 310 sem hann lagði upp með en hægt er að nálg­ast all­ar upp­lýs­ing­ar um áheita­söfn­un Har­alds á heimasíðu verk­efn­is­ins sem má sjá með því að smella hér.

Hleyp­ur fyr­ir stelp­urn­ar á Ak­ur­eyri

Ljós­mynd/​Skapti Hall­gríms­son
mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman