Akureyringurinn Haraldur Ingólfsson ákvað í lok mars að hlaupa 310 kílómetra í aprílmánuði til styrktar úrvalsdeildarliði Þórs/KA og liði Hamranna sem leikur í 2. deildinni í fótbolta. Verkefnið sem heitir „Halli hleypur apríl“ hefur gengið vonum framar og er hann nú einum og hálfum degi á undan áætlun í hlaupi sínu.
Áætlun Haraldar gerði ráð fyrir 12 kílómetrum að meðaltali á dag, sex daga vikunnar, en á sjöunda degi vikunnar stóð til að taka frí. Haraldur á nú 77 kílómetra eftir af þeim 310 sem hann lagði upp með en hægt er að nálgast allar upplýsingar um áheitasöfnun Haralds á heimasíðu verkefnisins sem má sjá með því að smella hér.
Hleypur fyrir stelpurnar á Akureyri
Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.