Fiskistofa kann að beita refsiákvæði í fyrsta sinn

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, starfandi fiskistofustjóri, segir myndavélakerfi og dróna við …
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, starfandi fiskistofustjóri, segir myndavélakerfi og dróna við eftirlitið gæti aukið skilvirkni en lagaheimildir vantar. mbl.is/Árni Sæberg

Fiski­stofa hef­ur þurft að gera breyt­ing­ar á eft­ir­liti með veiðum vegna kór­ónu­veirunn­ar. Að nota mynda­véla­kerfi og dróna við eft­ir­litið gæti aukið skil­virkni en laga­heim­ild­ir vant­ar til að virkja megi mögu­leika tækn­inn­ar. Nýtt for­rit er komið í loftið sem fær­ir afla­dag­bók­ina yfir í snjallsím­ann.

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hef­ur óneit­an­lega flækt störf Fiski­stofu og hef­ur t.d. þurft að gera hlé á eft­ir­liti á sjó til að draga úr smit­hættu. „Við sinn­um eft­ir­lit­inu í góðu sam­ráði við grein­ina og eins og gef­ur að skilja er ekki ráðlegt um þess­ar mund­ir að eft­ir­lits­menn séu á ferð á milli skipa. Sama gild­ir um eft­ir­lit með fisk­vinnsl­um; að við för­um ekki þangað inn nema brýna nauðsyn beri til. Ástandið hef­ur kallað á það að for­gangsraða í eft­ir­lit­inu og leita nýrra leiða, og get­um við t.d. enn sinnt eft­ir­liti með lönd­un með eðli­leg­um hætti og notað lang­dræga sjón­auka til að vakta grá­sleppu­veiðar, auk þess að eng­in rösk­un verður á ra­f­rænu eft­ir­liti sem bygg­ir á þeim gögn­um sem okk­ur ber­ast víða að úr grein­inni,“ seg­ir Áslaug Eir Hólm­geirs­dótt­ir, starf­andi fiski­stofu­stjóri, og bæt­ir við að mik­ill sam­hug­ur ríki á meðal starfs­manna á þess­um erfiðu tím­um.

Svipta leyfi vegna vigt­armis­mun­ar

Miklu skipt­ir að eft­ir­lit með nýt­ingu auðlind­anna í haf­inu rask­ist sem minnst enda veru­leg­ir hags­mun­ir í húfi fyr­ir þjóðarbúið auk þess sem mik­il­vægt er að all­ir sitji við sama borð og fylgi sömu regl­um. Þannig hef­ur Fiski­stofa á und­an­förn­um árum lagt sér­staka áherslu á að vakta vigt­armis­mun við lönd­un og hafa út­tekt­ir leitt í ljós að tölu­verður mun­ur get­ur verið á upp­gefnu ís­magni með lönduðum fiski eft­ir því hvort eft­ir­litsmaður er á staðnum eður ei.

Seg­ir Áslaug að í sum­um til­vik­um sé grun­ur um að ís­magnið sé mun minna en gefið er upp við lönd­un, og geti mun­ur­inn í verstu til­fell­um jafn­vel verið 10 pró­sentu­stig við yf­ir­stöður eft­ir­lits­manna. Ný og betri kæli­tækni minnk­ar svig­rúmið fyr­ir svindl af þessu tagi en út­rým­ir því ekki með öllu. Ef afl­inn er of­urkæld­ur er ís­pró­sent­an á bil­inu 1,4 til 3,5% og frá­vik­in því aug­ljós­ari ef reynt er að láta líta út fyr­ir að meira sé af ís og minna af fiski í þeim kör­um sem er landað.

Áslaug seg­ir Fiski­stofu m.a. hafa farið þá leið að birta op­in­ber­lega töl­ur um mis­ræmi í upp­gefnu og mældu ís­magni enda hafi slík­ur sýni­leiki fæl­ing­ar­mátt og skapi aðhald inn­an grein­ar­inn­ar að gagn­sæi sé um upp­gefna ís­pró­sentu. Þá er von á því að stofn­un­in muni bráðum í fyrsta sinn beita refsi­á­kvæði sem leitt var í lög árið 2017 og heim­il­ar svipt­ingu vigt­un­ar­leyf­is ef það ger­ist ít­rekað að eft­ir­lit leiðir í ljós mun á upp­gef­inni og raun­veru­legri ís­pró­sentu. „Get­ur stofn­un­in svipt vigt­un­ar­leyf­is­hafa leyfi í skemmri eða lengri tíma. Núna er fyrsta slíka málið í ferli inn­an Fiski­stofu og horf­ur á að gripið verði til svipt­ing­ar út af svona hegðun,“ út­skýr­ir Áslaug en það fer eft­ir eðli brots­ins hvort svipt­ing­in var­ir í nokkr­ar vik­ur eða allt upp í eitt ár.

Mynda­vél­ar gætu bætt eft­ir­litið

Fiski­stofa leit­ar sí­fellt leiða til að bæta eft­ir­lit með veiðum og um leið gera eft­ir­litið skil­virk­ara. Áslaug seg­ir mikl­ar von­ir bundn­ar við mynda­véla­eft­ir­lit í framtíðinni. „Gæti verið mjög gagn­legt að nota dróna t.d. til að vakta veiðar á grunn­slóð, sem og til að hafa betra eft­ir­lit með lönd­un enda hægt að sjá mun bet­ur yfir hafn­ar­svæðið með dróna og erfiðara að fela ólög­lega iðju fyr­ir eft­ir­lits­manni.“

Bend­ir Áslaug líka á að mynd­grein­ing­ar­tækni verði sí­fellt full­komn­ari og gæti í framtíðinni verið mögu­legt að t.d. greina upp­tök­ur úr skip­um með sjálf­virk­um hætti til að koma auga á brott­kast. Seg­ir hún að mikið gagn gæti verið að því að stunda mynda­véla­eft­ir­lit um borð í stærstu skip­un­um, en það strandi á því að laga­heim­ild skorti. „Mynda­vél­ar eru nú þegar um borð í flest­um þess­um stóru skip­um og yrði mynda­véla­eft­ir­lit Fiski­stofu aldrei á öðrum svæðum en þar sem sjó­menn­irn­ir vinna sína vinnu.“

Skila skýrslu með nokkr­um smell­um

Þá er núna verið að taka stórt skref í að bæta upp­lýs­inga­öfl­un með nýju snjall­for­riti. Ný reglu­gerð skyld­ar sjó­menn til að skila af­la­upp­lýs­ing­um með ra­f­ræn­um hæti og hef­ur Fiski­stofa, í sam­vinnu við Haf­rann­sókna­stofn­un og hug­búnaðarfyr­ir­tækið Stokk, smíðað for­rit sem ger­ir skip­stjór­um mögu­legt að senda þessi gögn með snjallsím­an­um sín­um. Afla­dag­bók í síma virk­ar þannig að aðeins þarf að vera í síma- eða net­sam­bandi við upp­haf og lok veiðiferðar en for­ritið skrá­ir sjálf­krafa staðsetn­ingu báts­ins við veiðar á meðan skip­stjór­inn skrá­ir afl­ann, og ástand hans, auk meðafla. Auk þess að bæta upp­lýs­inga­gjöf til stofn­un­ar­inn­ar á snjallsíma­for­ritið að vera vinnu­spar­andi fyr­ir út­gerðir og gefa þeim betri yf­ir­sýn.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: