Góður grásleppuafli en færri bátar

Blankalogn var og fallegt veður þegar unnið var að löndun …
Blankalogn var og fallegt veður þegar unnið var að löndun úr grásleppubátunum Ásdísi og Sigrúnu Hrönn á Húsavík í gær. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Víðast hvar hef­ur veiðst vel á grá­sleppu­vertíðinni til þessa og afli á hvern bát er um 30% meiri nú en í fyrra. Besta veiðin hef­ur verið sunn­an Langa­ness, en yf­ir­leitt góð við Norður­land og Norðaust­ur­land, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­sam­bandi smá­báta­eig­enda.

Afla­hæsti bát­ur­inn í ár er kom­inn með rúm­lega 50 tonn en í fyrra var sá afla­hæsti með um 40 tonn.

Um fjórðungi færri bát­ar voru hins veg­ar á grá­sleppu­veiðum um miðjan mánuðinn en á sama tíma í fyrra, 107 bát­ar í ár en 143 í fyrra. Heild­arafl­inn í ár er um 5% minni en á síðasta ári.

Verð fyr­ir heila grá­sleppu á fisk­mörkuðum hef­ur verið tals­vert lægra í ár en á síðasta ári. Þannig hafa feng­ist 226 krón­ur að meðaltali fyr­ir kílóið en verðið var 289 krón­ur á sama tíma í fyrra.

aij@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: