Samdráttur í afla nemur 76 þúsund tonnum

Á fyrsta árshelmingi fiskveiðiársins hefur orðið 15% samdráttur í afla …
Á fyrsta árshelmingi fiskveiðiársins hefur orðið 15% samdráttur í afla miðað við sama tímabil á síðasta fiskveiðiári. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Þegar yf­ir­stand­andi fisk­veiðiár var hálfnað nam heild­arafli ís­lenska flot­ans 420 þúsund tonn­um en þegar síðasta fisk­veiðiár var hálfnað var heild­arafli flot­ans 496 þúsund tonn. Sam­drátt­ur­inn milli fisk­veiðiára nem­ur því 76 þúsund tonn­um, eða 15%, að því er fram kem­ur á vef Fiski­stofu.

Þá nam sam­drátt­ur í botn­fiskafla milli fisk­veiðiára um 26 þúsund tonn­um, eða 10%, þar af 6 þúsund tonn í þorski og svipað í ýsu. „Al­mennt er kvót­astaðan í bol­fiski í góðu jafn­vægi og held­ur rýmri en á fyrra fisk­veiðiári, sér­stak­lega hjá króka­afla­marks­bát­um sem ein­ung­is hafa notað rúm 44% afla­heim­ild­anna þegar árið er hálfnað,“ seg­ir á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Bent er á að mesti sam­drátt­ur­inn í botn­fisk fala sé í októ­ber, nóv­em­ber og janú­ar, en það er á þess­um tíma sem veðurfar hef­ur haft veru­leg áhrif á sjó­sókn.

Mynd/​Fiski­stofa

Mesti sam­drátt­ur­inn varð í upp­sjáv­ar­afla eða sem nem­ur ríf­lega 20% eða um 50 þúsund tonn­um. Nokk­ur aukn­ing var í síld en sam­drátt­ur var upp á 20 þúsund tonn í kol­munna og rúm 38 þúsund tonn í mak­ríl, en  seinni hluti mak­ríl­vertíðar­inn­ar ár hvert nær inn á fyrstu mánuði nýs fisk­veiðiárs.

mbl.is