Björguðu hval sem festist í veiðarfærum

Hvalurinn var dreginn á haf út.
Hvalurinn var dreginn á haf út. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Áhöfn­inni á varðskip­inu Þór tókst að bjarga hval sem fest­ist í veiðarfær­um fiski­báts suður af Langa­nesi í morg­un. Stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar barst til­kynn­ing um málið á ell­efta tím­an­um og var Mat­væla­stofn­un strax gert viðvart.

Varðskipið Þór, sem var í grennd­inni, var kallað út og sent á vett­vang. Áhöfn­in á Þór hóf björg­un­ar­störf í sam­ráði við MAST þegar á staðinn var komið. Skömmu síðar tókst að losa hval­inn úr veiðarfær­um fiski­báts­ins. Eft­ir að hval­ur­inn var laus fylgdi áhöfn­in hon­um eft­ir á létt­bát til að ganga úr skugga um vel­ferð dýrs­ins.

Þegar öll veiðarfæri voru aft­ur kom­in um borð í fiski­bát­inn og ljóst að ekk­ert varð eft­ir á hvaln­um gat áhöfn varðskips­ins haldið aft­ur um borð í varðskipið. Hval­ur­inn virt­ist hinn hress­asti og fór sína leið.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni. 

mbl.is