Fjárfesta 100 milljónum í sjálfvirku pökkunarkerfi

Fisk Seafood á Sauðárkróki hefur fjárfest um 100 milljónum í …
Fisk Seafood á Sauðárkróki hefur fjárfest um 100 milljónum í vigtunar- og pökkunarvél frá Völku. Ljósmynd/Valka

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið FISK Sea­food á Sauðár­króki hef­ur samið við há­tæknifyr­ir­tækið Völku um kaup og upp­setn­ingu á nýju kerfi fyr­ir sam­val og sjálf­virka pökk­un á létt­söltuðum fryst­um flök­um og nem­ur kaup­verðið um 100 millj­ón­um króna, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Þar seg­ir að kerfið vel­ur sam­an og pakk­ar flök­un­um í kassa með mun meiri ná­kvæmni en þekkst hef­ur og spar­ar þannig verðmæta yf­ir­vi­gt. Vísað er til þess að þegar vara er seld eft­ir fastri þyngd sé mik­il­vægt að yf­ir­vi­gt­in sé sem allra minnst í hverj­um kassa. Hefðbundn­ir sam­vals­flokk­ar­ar þekkja aðeins þyngd á einu stykki og velja út frá því, auk lík­inda­reikn­ings, í hvaða kassa stykkið fer. Sam­vals- og pökk­un­ar­ró­bót­inn frá Völku þekk­ir raun­veru­lega þyngd stykkja sem eru á leiðinni. Hug­búnaður­inn sem bygg­ir á leikja­fræði, og unn­inn í sam­starfi við Gervi­greind­ar­set­ur Há­skól­ans í Reykja­vík, ákv­arðar þannig linnu­laust bestu lausn og eyðir óæski­legri yf­ir­vi­gt.

Guðjón Ingi Guðjónsson, sölustjóri hjá Völku, og Ásmundur Baldvinsson, yfirmaður …
Guðjón Ingi Guðjóns­son, sölu­stjóri hjá Völku, og Ásmund­ur Bald­vins­son, yf­ir­maður land­vinnslu FISK Sea­food, „hand­sala“ samn­ing­inn. Ljós­mynd/​Valka

Mann­skap­ur spar­ast

„Kaup­in á nýju pökk­un­ar­vél­inni eru enn ein staðfest­ing þess að við hjá FISK Sea­food erum að hugsa og fjár­festa til  framtíðar,“ seg­ir Ásmund­ur Bald­vins­son, yf­ir­maður land­vinnslu FISK Sea­food.

„Hagræðing­in er fyrst og fremst fólg­in í ná­kvæmni við vigt­un. Við vit­um að yf­ir­vi­gt­in verður minni en með manns­hönd­inni og hvert pró­sentu­stig í þeim efn­um skipt­ir gríðarlegu máli fjár­hags­lega. Sömu­leiðis spar­ast mann­skap­ur við færi­bandið og þær hend­ur verða kær­komn­ar í öðrum mik­il­væg­um verk­efn­um í vinnsl­unni. Standi af­köst­in og gæðin und­ir vænt­ing­um er ekki vafi á því að þessi fjár­fest­ing muni borga sig upp á viðun­andi tíma og skila okk­ur eft­ir það góðum hagnaði.“

Vigtunarvél Völku vegur hvert flak og ákveður í hvaða kassa …
Vigt­un­ar­vél Völku veg­ur hvert flak og ákveður í hvaða kassa það fer. Ljós­mynd/​Valka
mbl.is