Þrívíddartækni sjávarútvegssýningu til bjargar

00:00
00:00

Þann 10. mars til­kynnti Di­versi­fied Comm­unicati­ons að sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni Global Sea­food Expo í Brus­sel, sem átti að fara fram 21. til 23. apríl, yrði frestað. Þangað hafa mætt um tvö þúsund sýn­ing­araðilar frá 85 ríkj­um og þrjá­tíu þúsund gest­ir á ári hverju og hef­ur sýn­ing­in verið fast­ur liður í kynn­ing­ar­starfi Mar­els um ára­bil.

En neyðin kenn­ir naktri konu að spinna, eins og sagt er, og hef­ur frest­un sýn­ing­ar­inn­ar í Brus­sel leitt til þess að Mar­el leitaði nýrra leiða til þess að tengj­ast viðskipta­vin­um sín­um og kynna fyr­ir þeim lausn­ir sín­ar. Þannig varð heims­far­ald­ur­inn til þess að Mar­el setti upp Mar­el Live Virtual Fish Expo, dag­ana sem Brus­sel-sýn­ing­in átti að fara fram. Í ljósi aðstæðna fór þessi viðburður að sjálf­sögðu fram á net­inu, nán­ar til­tekið á for­rit­inu Micosoft Teams. Á móti kem­ur að in­ter­netið breyt­ir því ekki að viðskipta­vin­ir alþjóðlegs fyr­ir­tæk­is eru ekki all­ir á sama tíma­belti og var því gripið til þess ráðs að halda viðburðinn fjór­um sinn­um til að gera fólki í Asíu, Ástr­al­íu og Banda­ríkj­un­um kleift að fylgj­ast með á dag­vinnu­tíma. Fyrsti viðburður­inn fór fram í gær klukk­an átta að morgni og ann­ar klukk­an þrjú síðdeg­is, en sama dag­skrá fer fram í dag.

Það er óhætt að segja að viðtök­urn­ar hafi verið góðar og höfðu á fimmta hundrað gesta skráð sig til þátt­töku.

Myndveri var komið upp til þess að halda sjávarútvegssýningu Marel …
Mynd­veri var komið upp til þess að halda sjáv­ar­út­vegs­sýn­ingu Mar­el á net­inu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Bás í sýnd­ar­veru­leika

Á sýn­ing­unni hef­ur ekki aðeins verið hægt að hlusta á full­trúa Mar­el og sam­starfsaðilans Curio kynna helstu nýj­ung­ar sín­ar, held­ur hafa gest­ir einnig fengið tæki­færi til þess að spyrja spurn­inga sem svarað er af sjö full­trú­um Mar­els sem starfa á mis­mun­andi stöðum í heim­in­um.

Einn ómiss­andi hluti þess að mæta á sýn­ing­ar hef­ur verið að skoða tæk­in og lausn­irn­ar með bein­um hætti og hef­ur verið haldið í þá hefð, en að þessu sinni var gest­um gert kleift að sjá tæk­in á sýn­ing­ar­bás Mar­els í ra­f­rænu þrívídd­ar­rými sem hef­ur verið sett upp með ná­kvæm­lega sama hætti og fyr­ir­tækið hugðist gera á sýn­ing­unni í Brus­sel. Viðskipta­vin­ir fá síðan aðgang að sýn­ing­ar­básn­um eft­ir kynn­ing­una í sér­hönnuðu for­riti þar sem þeir geta skoðað nán­ar hverja vél eft­ir sín­um hent­ug­leika. Á sýn­ing­um fara einnig fram fund­ir milli selj­enda og kaup­enda og hef­ur gest­um verið gef­inn kost­ur á að funda með full­trú­um Mar­els gegn­um Skype- eða Teams-for­rit­in í kjöl­far viðburðanna.

Viðbót til framtíðar

„Við höf­um nýtt okk­ur tækn­ina með þess­um hætti til þess að eiga í sam­skipt­um við viðskipta­vini okk­ar en við höf­um ekki gert það á þess­ari stærðargráðu áður. Hugs­an­lega hef­ur verið til staðar ákveðin hræðsla við að hrinda þessu í fram­kvæmd þar sem ekki hef­ur verið ör­uggt hverj­ar viðtök­urn­ar yrðu eða hvort þetta myndi skila til­ætluðum ár­angri. Hins veg­ar hef­ur staðan nú orðið sú að fyr­ir­tæki hafa ekki haft ann­an kost en að nýta sér tækn­ina,“ seg­ir Berg­ur Guðmunds­son, for­stöðumaður hvít­fisksviðs hjá Mar­el.

Fulltrúar Marels svöruðu spurningum þátttakenda.
Full­trú­ar Mar­els svöruðu spurn­ing­um þátt­tak­enda. Krist­inn Magnús­son

Hann tel­ur marg­vís­lega kosti fylgja því að nýta netið og sýnd­ar­veru­leika í aukn­um mæli í sam­skipt­um við viðskipta­vini þar sem það spar­ar tíma beggja aðila, „ekki síst þeirra sem hefðu ann­ars þurft að ferðast milli staða“. Bend­ir hann sér­stak­lega á þrívídd­arteikn­ing­ar sem hægt er að setja upp í sýnd­ar­veru­leika til þess að sýna viðskipta­vin­um hvað er mögu­legt. Þá sé hægt að setja inn ýms­ar breyt­ur í kerfið sem muni sýna í raun­tíma hvernig upp­setn­ing­in mun virka og hvernig af­köst aukast.

„Það er hins veg­ar þannig að ekk­ert kem­ur í stað fund­ar þar sem fólk hitt­ist aug­liti til aug­lits,“ svar­ar Berg­ur þegar hann er spurður hvort lík­legt sé að þessi nýt­ing tækn­inn­ar sé lík­leg til þess að skipa var­an­leg­an sess í kynn­ing­ar- og markaðsstarfi framtíðar­inn­ar. Þá séu all­ar lík­ur á því að þegar áhrif far­ald­urs­ins fari að dvína verði aft­ur farið að vera á sýn­ing­um og vera í hefðbundnu markaðsstarfi, en ljóst sé að þessi aðferð verði til framtíðar viðbót við hefðbundna starf­semi. Vís­ar hann sér­stak­lega til þess mögu­leika að vera í bein­um sam­skipt­um við viðskipta­vini í verk­efn­um sem eru lengi í bíg­erð og krefjast tíðra funda.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: