BÍÓ - Furðukettir, söngur og dans

Köttur við matarborð í Köttum.
Köttur við matarborð í Köttum.

Söngvamyndir hafa alltaf verið umdeildar en engin hefur fengið eins óblíðar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda og Cats, eða Kettir. Hvað veldur? Brynja Hjálmsdóttir, kvikmyndagagnrýnandi hjá Morgunblaðinu og bíókona, veltir því fyrir sér og söngvamyndum almennt í nýjasta kvikmyndahlaðvarpi mbl.is, BÍÓ, og í pistli sem birtast mun í Morgunblaðinu á laugardaginn, 25. apríl.

Brynja ræðir við Helga Snæ Sigurðsson og Þórodd Bjarnason, umsjónarmenn hlaðvarpsins og bíófíla, sem báðir kunna vel að meta góða söngvamynd. En hvað með Ketti? Hver eru stóru mistökin við gerð hennar? Og hvenær er söngvamynd vel heppnuð? Þessum og fleiri spurningum er kastað fram og svara leitað. 

mbl.is