Kórónukórinn snýr sér nú að Bítlunum

Kórónukórinn reynir að hrekja veiruna á brott með söng.
Kórónukórinn reynir að hrekja veiruna á brott með söng.

„Við ætl­um bara að hafa gam­an af þessu. Meðan við höf­um tíma höld­um við áfram,“ seg­ir Guðný Lára Gunn­ars­dótt­ir, sem leitt hef­ur hóp net­verja í til­raun til að hrekja burt kór­ónu­veiruna með söng. Íslensk út­gáfa Guðnýj­ar og fjölda annarra af lag­inu Eye of the Tiger hef­ur vakið at­hygli að und­an­förnu og nýtt lag er í bíg­erð.

Guðný og eig­inmaður henn­ar, Stefán Örn Viðars­son, eru bú­sett á Sel­fossi. Hún seg­ir að þau hjón­in sitji sjaldn­ast auðum hönd­um, eru til að mynda virk í Leik­fé­lagi Sel­foss, og því tóku þau kór­ónu­veirufar­aldr­in­um, með til­heyr­andi inni­lok­un og sam­komu­banni, sér­stak­lega illa.

Bróðir Guðnýj­ar er Helgi Har­alds­son á Seyðis­firði og hann stofnaði hóp­inn Syngj­um veiruna í burtu á Face­book. Hóp­ur­inn var stofnaður í lok mars og á fyrstu 20 dög­um hans höfðu 20 þúsund manns skráð sig til leiks og alls um tvö þúsund mynd­bönd verið send inn.

Guðný Lára og Stefán Örn stýra öllu úr stofunni á …
Guðný Lára og Stefán Örn stýra öllu úr stof­unni á Sel­fossi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við hjón­in höf­um verið heima­vinn­andi að mestu leyti síðan sam­komu­bann var sett á. Allt hef­ur þetta gengið mjög vel og hef­ur tón­list­in einna helst hjálpað okk­ur á heim­il­inu mikið við að bíða far­ald­ur­inn af okk­ur,“ seg­ir Guðný en öll fjöl­skyld­an hef­ur vita­skuld tekið þátt í að syngja veiruna burt á Face­book. Seg­ir hún að það hafi vissu­lega stytt stund­irn­ar en rétt fyr­ir páska hafi eirðarleysi og hangs verið orðið alls­ráðandi á heim­il­inu. Þá hafi þeim hjón­um dottið í hug að tína út nokkra söng­fugla úr face­book­hópn­um og „reyna að skapa eitt­hvað stór­kost­legt með þeim heim­an úr stofu“, eins og hún orðar það. „Við vor­um og erum hrein­lega agndofa yfir öllu þessu hug­rakka hæfi­leika­ríka fólki á öll­um aldri,“ seg­ir hún en upp­tök­um frá fjölda söngv­ara var skeytt sam­an í mynd­band sem finna má á Youtu­be.

Fyr­ir val­inu varð lagið Eye of the Tiger með nýj­um ís­lensk­um texta þeirra hjóna. „Text­inn fjall­ar um innri og ytri bar­áttu okk­ar við að kljást við þetta ástand sem nú rík­ir í heim­in­um, með slatta af húm­or að sjálf­sögðu, því það er ekk­ert mik­il­væg­ara en að halda í gleðina.“

Meira er á teikni­borðinu hjá kór­ónu­kórn­um. Í gær var haf­ist handa við upp­tök­ur á ís­lenskri út­gáfu hins kunna bítla­lags All You Need Is Love. „Er það ekki þannig að í dag þurf­um við bara knús?“ spyr Guðný Lára að end­ingu.

Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 21. apríl. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman