Hollendingar aðstoða KLM

KLM fær tvo til fjóra milljarða evra frá ríkisstjórninni.
KLM fær tvo til fjóra milljarða evra frá ríkisstjórninni. AFP

Hol­lenska rík­is­stjórn­in ger­ir ráð fyr­ir að styðja flug­fé­lagið KLM með hjálp­arpakka að and­virði tveggja til fjög­urra millj­arða evra. Þetta sagði fjár­málaráðherra Hol­lands á blaðamanna­fundi nú í kvöld, aðeins rétt eft­ir að koll­egi hans í Par­ís hafði lofað að styðja Air France, franska hluta fé­lags­ins Air France–KLM.

„Ég vil til­kynna að rík­is­stjórn­in ætl­ar að út­vega tvo til fjóra millj­arða í fjár­hags­stuðning við KLM,“ sagði ráðherr­ann, Wopke Hoekstra á fundi í Haag.

„Við erum núna að vinna út hvernig þessu verður háttað og að ganga frá smá­atriðum.“

mbl.is