Marglytta í síkjum Feneyja

Marglyttan svamlaði um rétt undir yfirborðinu.
Marglyttan svamlaði um rétt undir yfirborðinu. skjáskot/Yotube

Ítalski líf­fræðing­ur­inn Andrew Mangoni náði mynd­bandi af mar­glyttu synda um síki Fen­eyja nú á dög­un­um. Mar­glytt­ur eru sjald­séð sjón í síkj­un­um en vegna minni bátaum­ferðar í síkj­un­um eru þau nú tær­ari en ella. 

Fen­eyj­ar eru vin­sæll ferðamannastaður en með út­göngu­banni á Ítal­íu og út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar eru eng­ir ferðamenn þar á kreiki. Þar af leiðandi er um­ferðin sem eng­in í síkj­un­um.

„Ég náði mynd­bandi af mar­glyttu sem synti ná­lægt San Marco torg­inu, aðeins nokkr­um sentí­metr­um fyr­ir neðan yf­ir­borð vatns­ins,“ sagði Mangoni í viðtali við CNN Tra­vel. 

Hann seg­ir að sam­blanda af lágri sjáv­ar­stöðu og minni um­ferð valdi því að jarðveg­ur­inn á botni síkj­anna rót­ist ekki upp. Því séu sík­in mun tær­ari en áður og því sést dýra­lífið bet­ur. 

Ítölsk yf­ir­völd hafa tekið í sama streng og Manigoni og segja að tæri sjór­inn sé ekki merki um minni meng­un held­ur séu ein­fald­leg­ar af­leiðing­ar minni um­ferðar í síkj­un­um. Meng­un í lofti hef­ur hins­veg­ar minnkað. 

Mynd­bandið af mar­glytt­unni má sjá hér fyr­ir neðan.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman