Strandveiðar verði leyfðar á almennum frídögum

Strandveiðar verða heimilar á almennum frídögum í sumar. Með því …
Strandveiðar verða heimilar á almennum frídögum í sumar. Með því fjölgar leyfilegum veiðidögum á sjó um fjóra. mbl.is/Sigurður Ægisson

Strand­veiðar verða ekki bannaðar á al­menn­um frí­dög­um í sum­ar eins og hef­ur verið til þessa sam­kvæmt reglu­gerð sem Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur und­ir­ritað. Þetta kem­ur fram á vef stjórn­ar­ráðsins.

Þar seg­ir reglu­gerðin vegna strand­veiða 2020 sé efn­is­lega sam­hljóða reglu­gerð um strand­veiðar síðasta árs með þeirri und­an­tekn­ingu að ráðherra hef­ur ákveðið að nýta ekki laga­heim­ild til þess að banna strand­veiðar á al­menn­um frí­dög­um. Bæt­ir þetta við fjór­um dög­um sem veiðar verða leyfi­leg­ar í sum­ar: Upp­stign­ing­ar­dag­ur, ann­ar í hvíta­sunnu, þjóðhátíðardag­ur­inn og frí­dag­ur versl­un­ar­manna.

Fiski­stofa grein­ir frá því á vef sín­um að gert sé ráð fyr­ir að strand­veiðar hefj­ist 4. maí og að opnað verður fyr­ir um­sókn­ir um leyfi til strand­veiða á mánu­dag 27. apríl.

Bregðast við far­aldr­in­um

Á vef stjórn­ar­ráðsins er bent á að unnið sé að gerð laga­frum­varps í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu til að bregðast við áhrif­um kór­ónu­veirunn­ar á þá sem stunda strand­veiðar og verður það kynnt nán­ar á næstu vik­um.

Þá bind­ur Lands­sam­band smá­báta­eig­enda „mikl­ar von­ir við að það tryggi strand­veiðar að lág­marki 48 veiðidaga sem hægt verði að nýta yfir lengri tíma en þá 4 mánuði sem verið hef­ur,“ að því er seg­ir á vef sam­tak­anna.

mbl.is