Ferðast til framandi landa – innanhúss

Hjónin Maj-Britt Briem og Einar Þ. Eyjólfsson og dæturnar þrjár, …
Hjónin Maj-Britt Briem og Einar Þ. Eyjólfsson og dæturnar þrjár, Herdís María, Þóra Guðrún og Valý Karen, fara í innihaldsrík og fjörug ferðalög innanhúss nú á veirutímum þegar ferðabann gildir og fólk þarf að vera mikið heima við. Ljósmynd/Aðsend
Eng­in ástæða er til að láta sér leiðast eða hætta að ferðast þótt heima sé setið á veiru­tím­um. Maj-Britt og fjöl­skylda henn­ar ferðuðust til fram­andi landa í heima­húsi, með bún­ing­um, dansi og góðum mat. 

Ég hvet fólk til að prófa þetta með börn­un­um sín­um, þetta er hin besta skemmt­un hvort sem það er í covid eða án veiru. Virki­lega gam­an fyr­ir alla og fræðandi fyr­ir krakk­ana,“ seg­ir Maj-Britt Briem, en hún og eig­inmaður henn­ar, Ein­ar Þ. Eyj­ólfs­son, og dæt­urn­ar þrjár, Her­dís María, Þóra Guðrún og Valý Kar­en, gerðu sér lítið fyr­ir og fóru í inni­halds­rík og fjör­ug ferðalög inn­an­húss nú á veiru­tím­um þegar ferðabann gild­ir og fólk þarf að vera mikið heima við.

„Við gerðum þetta í fyrsta sinn þegar við bjugg­um í Svíþjóð fyr­ir nokkr­um árum, en blés­um nýju lífi í þetta núna í covid hér heima á Íslandi og skrupp­um til Mexí­kó og Afr­íku. Við vild­um fara þangað sem væri gott veður, sól og blíða, og spenn­andi mat­ur. Þetta hef­ur lagst vel í stelp­urn­ar, þeim finnst þetta svaka­lega skemmti­legt og eru all­ar rosa­lega til í þetta.“

Fjölskyldusiðurinn á upphaf sitt í því að Maj-Britt hafi mikinn …
Fjöl­skyld­usiður­inn á upp­haf sitt í því að Maj-Britt hafi mik­inn áhuga á grískri goðafræði og langaði til að kenna stelp­un­um sín­um ým­is­legt um hana. Nú hafa þær einnig „ferðast“ til Afr­íku og Mexí­kó svo dæmi séu tek­in. Ljós­mynd/​Aðsend

Völdu sér hver sína gyðjuna

Maj-Britt seg­ir að fjöl­skyld­usiður þessi eigi upp­haf sitt í því að hún hafi mik­inn áhuga á grískri goðafræði og langað til að kenna stelp­un­um sín­um ým­is­legt um hana.

„Og elda grísk­an mat í leiðinni, en maður­inn minn hef­ur mik­inn áhuga á fram­andi mat­ar­menn­ingu. Við tók­um þetta alla leið í Svíþjóð á sín­um tíma, þegar við ferðuðumst til fyrsta lands­ins með þess­um hætti, til Grikk­lands. Stelp­urn­ar klæddu sig upp og völdu sér hver sína grísku gyðju og við lærðum um goðafræðina, landið og höfuðborg­ina Aþenu. Við lærðum líka um tungu­málið, hvernig fólk heils­ast á grísku og seg­ir takk fyr­ir,“ seg­ir Maj-Britt og bæt­ir við að í fram­hald­inu hafi hvert og eitt þeirra valið land og skrifað á miða og sett í hatt.

„Upp úr hatt­in­um dróg­um við svo það land sem tekið var fyr­ir næst. Mar­okkó, Frakk­land, Spánn, Kína, Ind­land og Belg­ía voru þar á meðal, en við tók­um eitt land fyr­ir með nokkuð löngu milli­bili, því þetta er spari-skemmt­un. Við höf­um reynt að nota sem mest það sem við eig­um heima í bún­inga og fylgi­hluti, en við keypt­um afr­ísku kjól­ana á stelp­urn­ar í Firðinum í Hafnar­f­irði og styrkt­um gott mál­efni í leiðinni. Þær eru spennt­ast­ar fyr­ir flókn­ustu bún­ing­un­um; þegar við vor­um með Belg­íu voru þær í strumpa­bún­ing­um og máluðu sig all­ar blá­ar.“

Maj-Britt mælir með að fjölskyldur ferðist með þessum hætti innanhúss. …
Maj-Britt mæl­ir með að fjöl­skyld­ur ferðist með þess­um hætti inn­an­húss. „En ég tek fram að það þarf alls ekki að taka þetta svona „alla leið“ eins og við, hver get­ur gert með sín­um hætti,“ seg­ir hún. Ljós­mynd/​Aðsend

Fræðandi rat­leik­ur

Fast­ur liður í inn­an­húss­ferðalög­um fjöl­skyld­unn­ar er að dæt­urn­ar sýna dans.

„Stelp­urn­ar sjá al­veg um það, þær fara á netið og finna lög frá viðkom­andi landi og búa ým­ist til dans­ana sjálf­ar eða fara inn á Just Dance-leik­inn, þar eru stund­um dans­ar við lög frá því landi sem við tök­um fyr­ir,“ seg­ir Maj-Britt og bæt­ir við að þau reyni að koma fræðslu um sögu og menn­ingu land­anna til skila með skemmti­leg­um hætti.

„Við vor­um með rat­leik þegar við tók­um Mexí­kó fyr­ir, þá bjó pabbi þeirra til í hverju her­bergi ein­hvern stað frá land­inu, þær leituðu að vís­bend­ing­um í her­bergj­un­um og þurftu að svara staðreynd­um um Mexí­kó til að kom­ast áfram. Stund­um þurftu þær að gúgla eða fara í sögu­bæk­ur til að finna svör­in, hafa svo­lítið fyr­ir þessu. Þeim fannst þetta mjög skemmti­legt og spenn­andi og þær leystu þetta í sam­vinnu, voru ekki í keppni sín á milli,“ seg­ir Maj-Britt og bæt­ir við að þau hafi valið alla heims­álf­una Afr­íku, af því erfitt var að velja eitt Afr­íku­land.

„Við frædd­umst um heila heims­álfu og m.a. um Nel­son Mandela og aðskilnaðar­stefn­una í S-Afr­íku. Höfuðborg hvers lands verða stelp­urn­ar alltaf að læra, íbúa­fjölda og fleiri staðreynd­ir. Við höld­um þessu lif­andi á milli þema með því að rifja upp og spjalla um lönd­in, von­andi sit­ur eitt­hvað eft­ir af því sem þær læra í þess­um inn­an­húss­ferðalög­um. Þetta er búið að vera rosa skemmti­legt og gam­an að prófa nýja rétti, við fáum mikið út úr því for­eldr­arn­ir að leita eft­ir upp­skrift­um áður en kem­ur að deg­in­um. Sum­ir rétt­ir hafa verið svo vel heppnaðir að við höf­um eldað þá oft aft­ur. Ég mæli með að fjöl­skyld­ur ferðist með þess­um hætti inn­an­húss en ég tek fram að það þarf alls ekki að taka þetta svona „alla leið“ eins og við, hver get­ur gert með sín­um hætti,“ seg­ir Maj-Britt og bæt­ir við að næst ætli þau að taka fyr­ir Havaí. „Þar er svo góður grill­mat­ur sem hent­ar vel í sum­ar, og hægt að vera með húlla-dansa.“

„Soft tacos“ m/​ris­arækj­um

Mar­in­er­ing

  • Safi úr þrem­ur límón­um
  • 2 mat­skeiðar fersk­ur kórí­and­er
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • ½ tsk. kummín
  • 1 msk. olífu­olía
  • límónu­börk­ur
  • salt
Soft tacos voru í matinn þegar fjölskyldan ferðaðist innanhúss til …
Soft tacos voru í mat­inn þegar fjöl­skyld­an ferðaðist inn­an­húss til Mexí­kó. Ljós­mynd/​Aðsend

Öllu blandað sam­an og 400 g ris­arækj­ur látn­ar mar­in­er­ast í kæliskáp í 30 mín­út­ur.

Meðlæti

  • 1 bolli rauðkál
  • ¼ bolli kórí­and­er
  • ½ bolli rauðlauk­ur
  • 1 lárpera þunnt skor­in
  • safi úr einni límónu
  • kórí­and­er

Dress­ing

  • ½ bolli maj­ónes
  • 1-2 mat­skeiðar „hot taco“-sósa
  • límónu­börk­ur
  • ½ tsk. hvít­lauks­duft
  • salt

Allt sett í soft tacos eða tortill­ur.

Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 23. apríl 2020. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman