Góður afli en mikil verðlækkun

Þórhalla Gísladóttir og Gísli Marteinsson voru í góðu skapi í …
Þórhalla Gísladóttir og Gísli Marteinsson voru í góðu skapi í blíðunni í gær. mbl.is/Alfons Finnsson

Feðgin­in Þór­halla Gísla­dótt­ir og Gísli Marteins­son á hand­færa­bátn­um Glaði SH frá Ólafs­vík voru hress í bragði þrátt fyr­ir að afla­brögð væru ekki með besta móti þegar frétta­rit­ari hitti þau á Flák­an­um í blíðunni á sunnu­dag.

Að und­an­förnu hef­ur verið góður afli hjá þeim bát­um sem róa á hand­færi en fisk­verð hef­ur hrunið að und­an­förnu og var verð á óslægðum þorski 188,8 krón­ur á kíló í gær á inn­lend­um fisk­mörkuðum. Magni Aðal­steins­son, verk­stjóri hjá Fisk­markaði Snæ­fells­bæj­ar, seg­ir aðalástæðuna fyr­ir verðlækk­un­um vera að Norðmenn séu að selja mikið magn af fiski á er­lenda markaði.

mbl.is