Góður afli en mikil verðlækkun

Þórhalla Gísladóttir og Gísli Marteinsson voru í góðu skapi í …
Þórhalla Gísladóttir og Gísli Marteinsson voru í góðu skapi í blíðunni í gær. mbl.is/Alfons Finnsson

Feðginin Þórhalla Gísladóttir og Gísli Marteinsson á handfærabátnum Glaði SH frá Ólafsvík voru hress í bragði þrátt fyrir að aflabrögð væru ekki með besta móti þegar fréttaritari hitti þau á Flákanum í blíðunni á sunnudag.

Að undanförnu hefur verið góður afli hjá þeim bátum sem róa á handfæri en fiskverð hefur hrunið að undanförnu og var verð á óslægðum þorski 188,8 krónur á kíló í gær á innlendum fiskmörkuðum. Magni Aðalsteinsson, verkstjóri hjá Fiskmarkaði Snæfellsbæjar, segir aðalástæðuna fyrir verðlækkunum vera að Norðmenn séu að selja mikið magn af fiski á erlenda markaði.

mbl.is