Sóttu veikan sjómann til Eyja

TF-EIR í Vestmannaeyjum í gær.
TF-EIR í Vestmannaeyjum í gær. Ljósmynd Landhelgisgæslan

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar sótti veik­an sjó­mann til Vest­manna­eyja á ell­efta tím­an­um í gær­kvöldi og flutti á Land­spít­al­ann. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni lagði áhöfn þyrlunn­ar af stað aust­ur með GSM-miðun­ar­búnað í nótt vegna fólks sem ótt­ast var um við Þver­ár­t­ind­segg í Kálfa­fells­dal í Suður­sveit en sneri við eft­ir að fólkið fannst heilt á húfi.

Kristján Birnir Arnar, flugvirku og spilmaður um borð í TF-GRO …
Kristján Birn­ir Arn­ar, flug­virku og spilmaður um borð í TF-GRO í nótt. Ljós­mynd Land­helg­is­gæsl­an

Upp­fært klukk­an 8:06

„Maður­inn veikt­ist um borð í fiski­skipi sem var rétt aust­ur af Vest­manna­eyj­um. Skipið sigldi til Vest­manna­eyja þar sem TF-EIR, þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sótti mann­inn og flutti til Reykja­vík­ur. 

Þá var þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar kölluð út til leit­ar í nótt að tveim­ur göngu­mönn­um sem höfðu ekki skilað sér til byggða. Talið var að þeir vær á göngu á Þver­ár­t­indi. TF-GRO tók á loft frá Reykja­vík­ur­flug­velli á þriðja tím­an­um en áhöfn­in hafði meðferðis næt­ur­sjón­auka, hita­mynda­vél og búnað til að finna GSM síma. Stuttu eft­ir að þyrl­an hélt frá Reykja­vík fannst fólkið heilt á húfi en það hafði seinkað upp­haf­legri ferðaáætl­un. Þyrl­an sneri því við og lenti aft­ur í Reykja­vík,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF GRO.
Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar TF GRO. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is