Tryggja þurfi framtíð Icelandair með aðkomu ríkisins

Full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í fjár­laga­nefnd og efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is hafa beðið um sam­eig­in­leg­an nefnd­ar­fund vegna vanda Icelanda­ir. Sam­fylk­ing­in tel­ur afar mik­il­vægt að funda um stöðuna á breiðum grund­velli og að þess­ar tvær þing­nefnd­ir Alþing­is taki málið til um­fjöll­un­ar.

„Fyr­ir­tækið er kerf­is­lega mik­il­vægt og mörg þúsund manns eiga af­komu sína und­ir starf­semi þess. Það skipt­ir ís­lensk­an al­menn­ing og ís­lenskt sam­fé­lag gríðarlega miklu máli að starf­semi og störf Icelanda­ir séu var­in,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Þá seg­ir, að þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar telji að tryggja þurfi framtíð Icelanda­ir með öfl­ugri aðkomu rík­is­ins og velja leiðir til þess sem tryggja hags­muni al­menn­ings til lengri og skemmri tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina