Áhrif á sölu sjávarafurða meiri en reiknað var með

Lítið berst af fiski á land.
Lítið berst af fiski á land.

Síld­ar­vinnsl­an hef­ur ákveðið að fresta veiðum í Bar­ents­hafi sök­um þess að erfiðlega geng­ur að selja afurðir sem hafa safn­ast upp hjá út­gerðinni. Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir þetta eiga við um fleiri út­gerðaraðila.

„Það er ekk­ert að selj­ast neitt. Bret­land er lokað. [...] Það er þannig að það er bara mjög þungt í sölu í augna­blik­inu og það hafa hlaðist upp frosn­ar afurðir í geymsl­um, það eru ör­fá­ar teg­und­ir sem selj­ast,“ seg­ir Gunnþór. „Það er búið að hægja á öll­um veiðum og svo sjá­um við að vinnsl­urn­ar eru að hægja á sér líka. Svo hef­ur verð á fiski farið langt niður á markaðnum hérna heima,“ seg­ir hann og vís­ar til mik­ill­ar lækk­un­ar á fisk­mörkuðum um helg­ina.

„Það er óvissa á mörkuðunum. Það hef­ur selst ágæt­lega í fersk­um fiski en þar hafa orðið mikl­ar lækk­an­ir,“ seg­ir Gunn­ar Tóm­as­son, fram­kvæmda­stjóri Þor­bjarn­ar í Morg­un­blaðinu í dag. Hann kveðst finna fyr­ir auk­inni eft­ir­spurn í kjöl­far þess að fram­boð frá Nor­egi tók að minnka.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: