Lokanir hafa áhrif á veigamikla útflutningsvöru

Ferskur þorskur hefur verið sífellt mikilvægari útflutningsvara og nam verðmæti …
Ferskur þorskur hefur verið sífellt mikilvægari útflutningsvara og nam verðmæti hanns 39,4 milljörðum árið 2018. Nú hefur dregið verulega úr eftirspurn. mbl.is/Helgi Bjarnason

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hef­ur gert það að verk­um að veit­ingastaðir, kaffi­hús og aðrir sam­komu­staðir sem bjóða veit­ing­ar í Evr­ópu hafa þurft að loka og eru þeir stærstu kaup­end­ur ferskra sjáv­ar­af­urða frá Íslandi, en ut­flutn­ings­verðmæti ferskra afurða hef­ur vaxið mjög á und­an­förn­um árum.

Fersk­ar afurðir hafa í gegn­um árin orðið stærri hluti af út­flutn­ingi ís­lenskra sjáv­ar­af­urða og er bent á að heild­ar­út­flutn­ings­verðmæti ferskra afurða nam 60,3 millj­örðum króna árið 2018. Þar af stóð fersk­ur þorsk­ur fyr­ir 39,4 millj­örðum króna eða 65% af út­flutn­ingi ferskra afurða, að því er fram kem­ur í nýrri hag­sjá Lands­bank­ans.

„Vægi fersks þorsks frá land­inu hef­ur vaxið á síðustu árum og má lík­leg­ast rekja það að mestu leyti til þess að afurðaverð á hvert kíló­gramm er hærra en t.d. af fryst­um eða söltuðum afurðum. Árið 2011 var vægi fersks þorsks um 18,5% af heild­ar­magni af út­flutt­um þorski. Næstu ár jókst þetta hlut­fall og fór yfir 30% í fyrsta skiptið árið 2018 en það ár mæld­ist hlut­fallið 30,5%. Þessi þróun var aðallega á kostnað saltaðra afurða en á milli þess­ara ára fór vægi saltaðra afurða úr 28,9% niður í 18,5%.“

Frakk­land stærsti markaður­inn

Frakk­land er stærsti markaður­inn fyr­ir fersk­an þorsk frá Íslandi og myndaðist 43%, eða 17,2 millj­arðar króna, af heild­ar­út­flutn­ings­tekj­um af fersk­um þorski við sölu þangað árið 2018. Þá mynduðust næst­mesta út­flutn­ings­verðmætið við út­flutn­ing til Banda­ríkj­anna en þau námu 7,9 millj­arða króna eða 20% af heild­ar­verðmæt­inu. Þar á eft­ir kom Belg­ía með 4,2 millj­arða eða tæp­lega 11%.

Fram kem­ur að 77% af fersk­um þorski hafi farið til Evr­ópu „og því hef­ur lok­un veit­ingastaða í Evr­ópu komið hart niður á út­flutn­ingi á fersk­um þorski.“

Kaup­end­ur á fersk­um þorski í Bretlandi greiddu að meðaltali 591 krónu á kíló á tíma­bil­inu 2016 til 2018 en þrír stærstu markaðir afurðar­inn­ar í Evr­ópu greiddu á bil­inu 1.068 krón­ur til 1.281 krónu á tíma­bil­inu. „Ástæðan fyr­ir þessu ligg­ur að hluta til í því að hluti af fiskn­um er áfram­send­ur frá Bretlandi til meg­in­lands Evr­ópu og er þá að ein­hverju leyti búið að vinna fisk­inn frek­ar.“

mbl.is