Stefnir í „sársaukafullar uppsagnir“ hjá Kynnisferðum

Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að það stefni í sársaukafullar …
Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að það stefni í sársaukafullar uppsagnir hjá fyrirtækinu um mánaðamótin. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Okk­ur líst mjög vel á þess­ar aðgerðir, þær gagn­ast ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um mjög vel sem eiga flest ekki efni á því að greiða fólki upp­sagn­ar­frest,“ seg­ir Björn Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Kynn­is­ferða, um þriðja aðgerðapakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna efna­hags­legra áhrifa kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sem kynnt­ur var í há­deg­inu. 

Tekju­sam­drátt­ur­inn hjá Kynn­is­ferðum nem­ur 98% og því mun fyr­ir­tækið geta nýtt sér úrræði sem kynnt var á fund­in­um sem fel­ur í sér að fyr­ir­tæki sem orðið hafa fyr­ir að lág­marki 75% tekju­falli og sjá fram á áfram­hald­andi tekju­fall að minnsta kosti út þetta ár geta sótt um stuðning úr rík­is­sjóði vegna greiðslu hluta launa­kostnaðar á upp­sagn­ar­fresti.

„Það er þegar komið í ferli. Við erum að fara, því miður, í sárs­auka­full­ar upp­sagn­ir núna um mánaðamót­in,“ seg­ir Björn. 

Mynd­in að verða dekkri og dekkri

„Mynd­in hef­ur smám sam­an orðið dekkri og dekkri,“ bæt­ir Björn við og þykir hon­um stjórn­völd loks vera að koma til móts við ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki með þeim aðgerðum sem kynnt­ar voru í dag. 

Um 350 manns starfa hjá Kynn­is­ferðum og þar af eru á bil­inu 200-250 í bein­um ferðaþjón­ustu­störf­um og munu upp­sagn­irn­ar ná til þess hóps að sögn Björns sem get­ur þó ekki sagt til um hversu um­fangs­mikl­ar upp­sagn­irn­ar verða en að þær verði lík­lega í tveim­ur skref­um næstu tvenn mánaðamót. 

Hjá Kynn­is­ferðum hafa alls 85 af 90 bíl­um sem notaðir eru vegna ferðaþjón­ust­unn­ar verið tekn­ir af núm­er­um og standa marg­ir þeirra við höfuðstöðvar fyr­ir­tæk­is­ins við Klettag­arða í Reykja­vík. Með þessu geta fyr­ir­tæki sparað sér bif­reiðagjöld og iðgjöld trygg­inga sem eru tals­verðar upp­hæðir.

„Auðvitað vonumst við öll til þess að ferðaþjónustan lifni aftur …
„Auðvitað von­umst við öll til þess að ferðaþjón­ust­an lifni aft­ur við og verði aft­ur sterk og öfl­ug,“ seg­ir Björn Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Kynn­is­ferða. mbl.is/​Rax

Ísland í lyk­il­stöðu til framtíðar

Björn horf­ir engu að síður björt­um aug­um til framtíðar. „Auðvitað von­umst við öll til þess að ferðaþjón­ust­an lifni aft­ur við og verði aft­ur sterk og öfl­ug. Ég er sam­mála því sem hef­ur komið fram hjá mörg­um að ég tel að Ísland verði í lyk­il­stöðu. Við erum stórt land og dreif­býlt og ferðahegðun ferðmanna er mikið á eig­in veg­um þannig það er ekki að fara að eiga sér stað mikið sam­neyti við annað fólk. Ég held að við get­um kom­ist vel út úr þess­ari krísu eins og öðrum.“

mbl.is