265 manns sagt upp hjá 8 fyrirtækjum

Af þeim 265 manns sem var sagt upp í morgun …
Af þeim 265 manns sem var sagt upp í morgun störfuðu 250 manns í ferðatengdri þjónustu. mbl.is/Sigurður Bogi

Vinnu­mála­stofn­un hafa borist til­kynn­ing­ar um upp­sagn­ir frá átta fyr­ir­tækj­um fyr­ir há­degi í dag. Und­ir það falla 265 manns þar af 250 í ferðatengdri starf­semi. Þetta seg­ir Unn­ur Sverr­is­dótt­ir, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar, í sam­tali við mbl.is. 

Unn­ur gat ekki gefið upp­lýs­ing­ar um hvaða fyr­ir­tæki um ræðir. 

Í morg­un greindi mbl.is frá því að 150 starfs­mönn­um hjá Kynn­is­ferðum hefði verið sagt upp í gær eða um 40% starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins.

 

Stærsta hópupp­sögn sög­unn­ar hér á landi átti sér stað þegar Icelanda­ir sagði upp 2.000 manns fyr­ir mánaðamót­in.     

mbl.is