30 sagt upp hjá Fríhöfninni og engin sumarstörf

30 manns hefur verið sagt upp hjá Fríhöfninni og engar …
30 manns hefur verið sagt upp hjá Fríhöfninni og engar sumarráðningar verða í framlínustörfum hjá Isavia þetta árið. mbl.is/Eggert

30 starfs­mönn­um hef­ur verið sagt upp hjá Frí­höfn­inni, dótt­ur­fé­lagi Isa­via, vegna áhrifa kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Auk þess verður rúm­lega 100 starfs­mönn­um boðið áfram­hald­andi starf en í lægra starfs­hlut­falli. Áður en gripið var til aðgerðanna í dag störfuðu 169 manns hjá Frí­höfn­inni. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Isa­via. 

Tekj­ur fé­lags­ins hafa dreg­ist sam­an um 98 pró­sent frá því að far­ald­ur­inn braust út í upp­hafi árs. Eng­ar sum­ar­ráðning­ar verða í fram­línu­störf­um hjá Isa­via í ár. Það kem­ur til viðbót­ar við þær aðgerðir sem gripið var til í lok mars þegar 101 starfs­manni fé­lags­ins var sagt upp störf­um vegna áhrifa kór­ónu­veirunn­ar og 37 til viðbót­ar boðið áfram­hald­andi starf í lægra starfs­hlut­falli.

 „Frá upp­hafi far­ald­urs­ins hef­ur verið lögð  áhersla á  að verja störf eins og hægt er. Um síðustu mánaðamót var tek­in sú ákvörðun að segja ekki upp föstu starfs­fólki en ráða ekki í sum­arstörf hjá Frí­höfn­inni. Mál­in hafa hins veg­ar þró­ast þannig að nú er út­lit fyr­ir að flug­um­ferð muni verða afar tak­mörkuð næstu mánuði og tíma­bilið þar sem áhrifa Covid 19 gæt­ir verði lengra en von­ast var til,“ er haft eft­ir Þor­gerði Þrá­ins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Frí­hafn­ar­inn­ar, í til­kynn­ingu.  

Stóð til að ráða 140 í sum­arstörf

Áður en áhrifa kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins fór að gæta var áformað að ráða 140 manns í sum­araf­leys­ing­ar hjá Isa­via. Ekki eru fyr­ir­hugaðar frek­ari aðgerðir hjá móður­fé­lagi Isa­via og dótt­ur­fé­lög­un­um Isa­via ANS og Isai­va Inn­an­lands að svo stöddu.

Svein­björn Indriðason, for­stjóri Isa­via, seg­ir að óviss­an um fram­haldið í flug­tengd­um rekstri sé enn afar mik­il og úti­lok­ar hann ekki að grípa þurfi til frek­ari aðgerða síðar.  „Við fylgj­umst áfram vel með þróun mála, þeim ákvörðunum sem stjórn­völd um all­an heim taka varðandi opn­un landa­mæra og því sem flug­fé­lög ákveða að gera í fram­hald­inu. Við höf­um lagt mikla áherslu á mik­il­vægi þess að við verðum reiðubú­in til að taka við flug­um­ferð þegar þar að kem­ur. Þá höf­um við einnig leiðir til að hafa áhrif á ákv­arðanir flug­fé­laga þegar kem­ur að því að hefja flug til og frá Íslandi á ný. Við erum í þeirri stöðu fjár­hags­lega að geta enn sem komið er leyft okk­ur að horfa til hausts­ins en ekki ein­ung­is til næstu vikna eða ör­fárra mánaða,“ er haft eft­ir Svein­birni.

mbl.is