Brim og Samherji enn með mestu aflahlutdeildina

Brim er með mestu aflahlutdeildina eða 10,13%. Það er þó …
Brim er með mestu aflahlutdeildina eða 10,13%. Það er þó minnkun frá í september þegar fyrirtækið var með 10,44%. mbl.is/​Hari

Litl­ar breyt­ing­ar eru á hvaða fyr­ir­tæki eru í efstu sæt­un­um frá því sams kon­ar upp­lýs­ing­ar voru birt­ar í sept­em­ber í kjöl­far út­hlut­un­ar afla­marks í upp­hafi nýs fisk­veiðiárs, seg­ir á vef Fiski­stofu og hef­ur stofn­un­in birt lista yfir 100 fyr­ir­tæki sem eru með mestu afla­hlut­deild­ina og 50 fyr­ir­tæki með mestu hlut­deild­ina í króka­afla­marks­kerf­inu.

Af töl­un­um að ráða er Brim með stærstu afla­hlut­deild­ina eða 10,13% en fé­lagið var með 10,44% í sept­em­ber og Sam­herji með næst­mestu hlut­deild­ina eða 7,02% en var með 7,10% í sept­em­ber. Þar á eft­ir kem­ur Fisk-Sea­food með 5,48%, Síld­ar­vinnsl­an með 5,22% og Þor­björn með 4,8%.

Þau tíu fyr­ir­tæki sem hafa stærstu afla­hlut­deild­ina búa yfir 52,42% af afla­heim­ild­un­um og tutt­ugu stærstu yfir 74,16%. Næstu 80  fyr­ir­tæk­in fara sam­an­lagt með 23,84%.

Meiri dreif­ing í króka­afla­marks­kerf­inu

Grunn­ur ehf., dótt­ur­fé­lags Fisk­vinnsl­unn­ar Kambs, er með mestu hlut­deild­ina eða 4,51%, Stakka­vík ehf. með 4,09% og Jakob Val­geir ehf. 4,07%. Sam­tals eru tíu stærstu fyr­ir­tæk­in með króka­afla­hlut­deild sem nem­ur 38,16% og tutt­ugu stærstu með 62,64%.

Grunnur ehf. sem gerir út Kristján HF-100 er með stærstu …
Grunn­ur ehf. sem ger­ir út Kristján HF-100 er með stærstu krókafla­hlut­deild­ina. Ljós­mynd/​Kamb­ur hf.

Sam­kvæmt lög­um er há­marks afla­hlut­deild hvers fyr­ir­tæk­is og tengdra aðila, sam­kvæmt skil­grein­ingu laga, í króka­afla­marks­kerf­inu 5% af sam­an­lögðu heild­ar­verðmæti króka­afla­hlut­deilda. Þá má króka­afla­hlut­deild fiski­skipa í eigu ein­stakra eða tengdra aðila ekki fara yfir 4% í þorski og 5% í ýsu. En sam­kvæmt lög­um um stjórn fisk­veiða má heild­arafla­hlut­deild fiski­skipa í eigu ein­stakra eða tengdra aðila ekki fara yfir 12% af sam­an­lögðu heild­ar­verðmæti afla­hlut­deilda allra teg­unda. Þá má afla­hlut­deild í þorski ekki fara yfir 12%. Í ýsu, ufsa, grá­lúðu, stein­bít, síld og loðnu má hún ekki fara yfir 20% og í karfa ekki yfir 35%.

Útgerðaraðilum fjölg­ar en samt ekki

Fiski­stofa grein­ir frá því að 946 út­gerðarfyr­ir­tæki hafi verið starf­andi á fisk­veiðiár­inu 2005/​2006 en í mars hafi þeir aðeins verið 446 sem er fækk­un um 500 eða 52,8%. Hins veg­ar er bent á að þess­ar töl­ur taka ekki til­lit til afla­heim­ilda í mak­ríl og ef þær eru tekn­ar með eru út­gerðaraðilar nú 693 og með þessu hef­ur aðilum fjölgað milli fisk­veiðiára. „Á bak við þessa fjölg­un liggja ekki mikl­ar hlut­deild­ir því að marg­ar út­gerðir sem eru nýj­ar á list­an­um eru þar vegna þess að þær ráða fyr­ir ör­litl­um hlut­deild­um í mak­ríl,“ seg­ir á vef Fiski­stofu.

mbl.is