„Ekkert annað en rakalaus della“

Götulokanir í miðbæ Reykjavíkur komust aftur í umræðuna eftir ummæli …
Götulokanir í miðbæ Reykjavíkur komust aftur í umræðuna eftir ummæli borgarstjóra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarstjóri hefur borið það upp við sóttvarnalækni hvort grípa eigi til götulokana í Reykjavík til að tryggja nálægðarreglu almannavarna. Í samtali við Morgunblaðið segist Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ekki hafa skoðun á því hvort loka eigi fyrir bílaumferð í miðbænum eða ekki.

„Við höfum ekki sérstaka skoðun á því hvernig menn útfæra þær tillögur sem við komum með,“ segir hann og bætir við: „Ef menn vilja loka götum, þá er það bara þeirra mál.“

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins hafa stigið fram í samtölum við Morgunblaðið og sagt borgarstjóra vera að nýta sér kórónuveiruna í pólitískum tilgangi til að loka fyrir bílaumferð um fleiri götur. Undir þetta sjónarmið tekur einnig Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.

mbl.is