Engar hrefnuveiðar áformaðar í ár

Hrafnreyður KÓ var notuð til hrefnuveiða í nokkur ár.
Hrafnreyður KÓ var notuð til hrefnuveiða í nokkur ár. Ljósmynd/Sigurður Ægisson

Ekki er út­lit fyr­ir að hrefnu­veiðar verði stundaðar við landið í sum­ar frek­ar en á síðasta ári.

Gunn­ar Berg­mann Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri IP-dreif­ing­ar, seg­ir að helstu miðum í Faxa­flóa hafi verið lokað með reglu­gerð sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og fleira hafi verið gert til að gera hrefnu­veiðimönn­um erfitt fyr­ir. Verður þetta því annað árið í röð sem eng­ar hval­veiðar verða við landið.

Bát­ur­inn Hrafn­reyður KÓ, núna Halla ÍS, stundaði hrefnu­veiðar fram­an af sumri 2018 á veg­um IP-dreif­ing­ar og veidd­ust þá sex dýr. Síðan hafa hrefnu­veiðar ekki verið stundaðar og eng­in starf­semi er leng­ur á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins í Hafnar­f­irði þar sem hrefn­an var unn­in. ,,Ég sé það ekki ger­ast að við för­um aft­ur á hrefnu­veiðar, ætli þess­um kafla sé ekki lokið,“ seg­ir Gunn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: