Samþykktu myndavélaeftirlit við löndun

Allur uppsjávarfiskur sem landaður er í höfnum sem taka við …
Allur uppsjávarfiskur sem landaður er í höfnum sem taka við meira en 3.000 tonnum af uppsjávarfiski á ári skal vigtaður undir myndavélaeftirliti samkvæmt samningi Færeyja, Evrópusambandsins og Noregs. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fær­eyj­ar, Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur gerðu í síðustu viku samn­ing sín á milli um sam­eig­in­legt eft­ir­lit með upp­sjáv­ar­fiski sem til­heyr­ir deili­stofn­um aðil­anna. Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér sam­starf um eft­ir­litsaðgerðir á Norður-Atlants­hafi út árið 2020, að því er fram kem­ur á vef sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is Fær­eyja.

Nán­ar til­tekið varðar þetta eft­ir­lit með veiðum á kol­munna, mak­ríl og norsk-ís­lenskri síld, auk brynstirtlu. Full­trú­ar frá Græn­landi og Íslandi sátu fund um sam­ræm­ingu eft­ir­litsaðgerða sem fór fram í janú­ar í Lund­ún­um und­ir for­mennsku Nor­egs, en rík­in eru ekki aðilar að samn­ingn­um þar sem þau eru ekki aðilar að samn­ing­um um ráðstöf­un um­ræddra fiski­stofna.

Samn­ingsaðilar hafa með samn­ingn­um samþykkt sam­ræmd­ar regl­ur um vigt­un afla við lönd­un og er meðal ann­ars kveðið á um að að lág­marki skuli vigta 5% við hverja lönd­un og 7,5% af lönduðu magni und­ir eft­ir­liti. Jafn­framt er skylda að öll vigt­un fari fram und­ir mynda­véla­eft­ir­liti í þeim höfn­um þar sem landað er meira en 3.000 tonn­um af upp­sjáv­ar­fiski á ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: