Tilkynningar um hópuppsagnir á færibandi

„Við erum að fá tilkynningar um hópuppsagnir á færibandi,“ segir …
„Við erum að fá tilkynningar um hópuppsagnir á færibandi,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/Hari

„Þetta verða svört­ustu mánaðamót­in í sögu verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR. Hópupp­sögn Icelanda­ir, þar sem rúm­lega 2.000 starfs­mönn­um verður sagt upp frá mánaðamót­um, er sú stærsta í sög­unni. 

Auk þess hafa Vinnu­mála­stofn­un borist til­kynn­ing­ar um upp­sagn­ir frá átta fyr­ir­tækj­um fyr­ir há­degi í dag. Und­ir það falla 265 manns þar af 250 í ferðatengdri starf­semi.

Ragn­ar Þór seg­ir að ein­hverj­um hundruðum fé­lags­manna VR hafi verið sagt upp í gær og þegar upp verði staðið um mánaðamót verði tal­an kom­in vel á annað þúsund.

„Við erum að fá til­kynn­ing­ar um hópupp­sagn­ir á færi­bandi,“ seg­ir Ragn­ar Þór.

Hann seg­ir VR aðstoða fé­lags­menn í einu og öllu þegar þeim er sagt upp eða þegar fyr­ir­tæki þar sem þeir starfa verður gjaldþrota. 

„Það er gríðarlegt álag á skrif­stof­unni, mikið hringt inn og marg­ir að spyrja og kanna sinn rétt. Við aðstoðum okk­ar fé­lags­menn í einu og öllu.“

mbl.is